Ræðst á morgun hvort Ísland taki þátt í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 12:46 Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein. Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira