Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Brimborg og Ragnheiður Tryggvadóttir 30. september 2024 08:52 Vísir reynsluók Volvo EX90 á dögunum en fyrstu eintökin koma til landsins fyrir áramót. EX90 er Sjö sæta rafbíll og sagður öruggasti bíll Volvo til þessa. Kyrrahafið teygir sig glitrandi út yfir ystu sjónarrönd og Kaliforníusólin vermir, kærkomin eftir íslenska sumarið sem aldrei kom. Við erum stödd í útjaðri Los Angeles og ætlum að reynsluaka Volvo EX90 100% rafbíl sem beðið hefur verið eftir. EX90 er 7 sæta fjölskyldujeppi og nýjasta raftrompið uppi í ermi Volvo. Með flutningsgetu á allt að fimm krökkum og ferðatöskum í magni er hann samt ekki bara eitthvert farartæki til að komast á milli staða. Bílar Volvo hafa svosem aldrei verið bara það, sagði ekki einhver Fasteign á hjólum? Hljómgæði sem jafnast á við tónleika í Eldborg, skandinavísk fágun í hönnun, geymslupláss, fótarými, nudd í sætum… Ég gæti flutt inn í dag! EX90 toppar reyndar þetta fasteignaslógan hressilega því að auki er EX90 hjálpfús og ábyrgðarfullur félagi í akstrinum sem gegnum nýjustu tækni í öryggi passar upp á mig og aðra í umferðinni og grípur inn í ef þarf. Fyrsti bíll Volvo með innbyggðu LiDAR og sá öruggasti til þessa Öryggi er aðalsmerki Volvo og á því er ekki slakað hér. Volvo fullyrðir að EX90 sé öruggasti og tæknilegasti bíll Volvo til þessa og með honum hafi verið sett ný viðmið í öryggismálum, ekki bara með loftpúðum allt um kring og sérmeðhöndluðu stáli í grind og þverbita að framan sem öryggisteymi EX90 segir að styrkist við högg, heldur með innbyggðum LiDAR pakka sem samanstendur af myndavélum, ratsjám og skynjurum til að forða því í lengstu lög að óhapp verði. EX90 skynjar meðal annars hindranir allt að 250 metrum framan við bílinn og einnig fólk og bíla úr öllum áttum, líka í myrkri og bregst við þeim sjálfkrafa. Inni í bílnum er myndavél, sem tekur þó ekki upp myndefni en fylgist meðal annars með fókuspunkti augna ökumanns og nemur breytingar á augnsvæði sem geta gefið þreytu til kynna. Þá skynjar bíllinn ef manneskja eða gæludýr er ennþá inni í bílnum þegar honum er læst og lætur vita. Þverstykkið efst á myndinni hefur þvíþætt hlutverk, það inniheldur loftið fyrir öryggispúða í grind bílsins en gegnir einnig hlutverki styrktarbita þar sem það er úr sérmeðhöndluðu stáli sem styrkist við högg. Svarti stuðarinn er staðsettur neðarlega til að fara ekki inn í fótarými bílsins á móti ef árekstur verður.Hönnun fram- og afturljósa EX90 þykir virkilega flott.Sérstaklega hefur tekist vel til með hönnun á "grillinu" sem er mjög stílhreint.Handföngin falla inn í hliðar bílsins en opnast þegar ökumaður á eftir nokkur skref að bílnum.Enginn start-takki er í bílnum, bara ýta á bremsuna og demba í Drive. Tæknin olli töfum en framleiðslan komin í gang Þetta er háþróaður tæknipakki og hnökrar við tæknilega útfærslu LiDAR kerfisins munu vera ástæða þess að framleiðsla EX90 hefur tafist. Nú er færibandið hins vegar komið í hvínandi gang og bílarnir sem koma á Ameríku- og Evrópumarkað eru framleiddir í Bandaríkjunum. Við á Íslandi eigum von á þeim fyrir áramót! Einhverjir fítusar LiDAR kerfisins eru þó enn í Learning Mode en Volvo fullyrðir að kerfið safni gögnum sem muni skila sér með þráðlausri uppfærslu til allra eigenda EX90. Í raun muni stöðugt bætast ofan á „hæfni“ bílsins með tímanum. Skandinavísk naumhyggja í hönnun Það verður ekki af Svíunum tekið að fáir komast með tærnar þar sem þeir eru með hælana í hönnun. Fágun, mýkt og jafnvægi skilar virklega góðri upplifun þegar ég sest upp í bílinn. Hér er gott að vera. Cecilia Stark, vöruhönnuður úr hönnunarteymi EX90 segir einfaldleika þeirra kjörorð, allt á að spila saman, efni áferð, form og litir. Áreitið lítið, engin krassandi baklýsing allt dempað og lágstemmt. Þá skipa umhverfissjónarmið stóran sess við hönnunina, sætin eru ýmist úr vottaðri ullarblöndu eða úr Nordico efni, gervileður sérhannað af Volvo með mattri og mjúkri áferð. Innréttingin er klædd þessu efni og einnig spónlögð með ljósum aski. Litapallettan er lágstemmd, mjúk og mild. Kyrrð lýsir tilfinningunni inni í bílnum einna best. Sem er gott þegar barnmörg fjölskylda er á ferð með tilheyrandi látum. Öll hönnun innan í bílnum er hin fágaðasta. Skjárinn er vel staðsettur og virkilega þægilegur í notkun.Milli sætanna er hægt að renna frá glasahöldurum, í tveimur stærðum. þar fyrir neðan er gott pláss til dæmis fyrir handtösku.Aftursætunum er hægt að renna aftur og fram og halla þeim aftur. Tengi fyrir síma eru milli framsætana. Mikið rými og þægindi Bíllinn er rétt rúmir fimm metrar að lengd og skottið er 655 lítrar. Þegar öftustu sætin eru felld niður stækkar farangursrýmið í 1915 lítra. Hvernig felli ég sætin niður? Ég ýti á takka í farangursrýminu og sætin leggjast sjálfkrafa ofan í gólfið. Mjög flott og svakalega þægilegt. EX90 hentar líka lúxuspésum á leið í golf sem vilja mikið pláss, það er nánast hægt að koma fyrir heilum golfbíl aftur í þegar búið er að fella niður öll aftursætin. En þegar allir krakkarnir eru með ætti ekki að fara illa um neinn. Rúmt er um farþegana í aftursætunum, hægt að renna þeim fram og aftur og fá meira fótapláss. Glasahaldarara eru fyrir alla, líka þá sem sitja alveg aftast. Hægt er að smella setunni á miðjusætinu upp og hækka þannig undir farþegann. Úr bakinu á miðjusætinu er hægt að fletta niður borði með glasahöldurum. Öftustu sætin eru flott fyrir stálpaða krakka. Glasahaldarar eru fyrir bæði sætin. Á tæpasta fyrir miðaldra mjöðm Öftustu sætin eru sögð fyrir fullorðna en ég myndi frekar telja þau fín fyrir stálpaða krakka eða þá mjög nettan og lipran fullorðinn. Ég smeygi mér þangað en finnst full þröngt um mig. Mun halda mig við framsætið. Framsætin eru enda hrikalega þægileg, hægt að fínstilla þau að líkamanum og var ég búin að minnast á nuddið? Það eru fjórar stillingar á nuddi fyrir bakið í báðum framsætum og þegar prógrammið hefur rúllað einn hring kemur melding efst á stýriskjáinn sem spyr hvort ég vilji halda nuddinu áfram. Já takk! Einkatónleikar og míní útfærsla af Abbey Road hljóðverinu Hljómburðurinn í bílnum er magnaður svo vægt sé til orða tekið. Tónlistin hreinlega flæðir um rýmið allt í kringum mig og þegar söngkonan hefur upp raust sína er eins og hún standi beint fyrir framan mig. Volvo er í samstarfi við Bowers & Wilkins, þá sömu og hið margrómaða hljóðver Abbey Road vinnur með. Einstök hljóðhönnun Bowers & Wilkins skilar sér frábærlega um allt innanrýmið í bílnum. Inni í bílnum eru 25 hátalarar, meðal annars í höfuðpúðunum og á næsta ári mun smækkuð útfærsla á sjálfu hljóðveri Abbey Road verða valkostur í EX90. Þá verður hægt að velja hljóm úr mismunandi upptökuverum Abbey Road hljóðversins, allt eftir því hvernig skapið er. Bylgjandi tónlist og nudd á mjóbakið í skandinavískri hönnunarparadís, hreint ekki svo slæmt og ég var ekki einu sinni lögð af stað. 25 Hátalarar frá Bowers & Wilkins eru í bílnum. Hægt er að sjá staðsetningu þeirra í rýminu á skjánum en þeir eru meðal annars staðsettir í höfuðpúðunum. Lipur og léttur í akstri Enginn lykill er nauðsynlegur við notum bara símann og bíllinn opnast áður en við komum að honum. Enginn start-takki, bara ýta á bremsuna, demba í Drive og við rennum ljúflega af stað. EX90 er þýður í stýri og inni í bílnum er þægileg kyrrð, vegahljóð nánast ekkert. Þessi bíll er hátt í þrjú tonn eða 2.743 kg en ég finn ekki fyrir því. Virkilega lipur og léttur í akstri. Við flengjum okkur út á amerísku hraðbrautirnar. Þar er bíll við bíl og ekið greitt svo óhætt er að gefa dálítið í. Bíllinn bregst við um leið. Hann er 4.9/5.9 sek í hundrað og ég þrýstist aftur í sætið, sem er alltaf dálítið gaman. Akstursaðstoðin heldur bílnum innan akreinar og nemur bílana allt í kring. Við sleppum stýrinu í nokkrar sekúndur í aflíðandi beygju, rétt til að prófa og bíllin heldur okkur í réttri stefnu í beygjunni án þess að hika. En þó akstursaðstoðin sé afar skilvirk fæ ég ekki á tilfinninguna að ég sé ekki við stjórnvölinn, bíllinn er virkilega þýður í stýri. Þegar við færum okkur út á minni veg sem liggur í kröppum beygjum upp og niður brattan fjallgarð kemur enn betur í ljós hve lipur þessi stóri og þungi bíll er. Eins fetils stillingin er frábær á leiðinni niður brekkur og beygjur en hana er hægt að taka af með einum smelli á skjánum. Baklýsingin í innréttingunni þegar skyggja fer er mild og látlaus. Engir krassandi litir eða áreiti. Og talandi um skjáinn. EX90 er búinn 14.5 tommu snertiskjá með innbyggðu 5G og Google þar sem hægt er að hafa Google Maps, Google Assistant og fleiri forrit. Hann er þægilega staðsettur og auðvelt að flakka á milli stillinga. Rétt fyrir ofan stýrið er lítill ökumannsskjár sem stýrt er með takka í stýrinu. Sultuslök í umferðarsultu með næga drægni Á leiðinni til baka lendum við í amerískri umferðarteppu, mjökumst einhverja sentimetra milli þess sem við sitjum pikkföst. Þannig aðstæður kalla yfirleitt fram pirring, í verstu tilfellum umferðarofsa en ekki núna. Ég veit ekki hvort það er Kaliforníusólin, nuddið í bakið eða mjúk þögnin inni í bílnum. Fyrir mér má þessi umferðarteppa vara sem lengst, ég er í góðum málum og hef engar áhyggjur af rafhlöðunni. Áætluð drægni EX90 er allt að 614 kílómetrar. Það þýðir að ég ætti að geta keyrt í einni bunu norður yfir heiðar upp í sveit, þangað sem ég á oft erindi. Ég set samt alltaf smá fyrirvara á þessar tölur, kannski af því ég er díseldræver sem er enn að aðlagast rafbyltingunni og auðvitað spila aðstæður inn í, veður, hitastig og vegaskilyrði. Volvo prófar reyndar alla sína bíla við ýktar aðstæður í báðar áttir, við vetrarskilyrði af hörðustu sort og í sjóðheitri eyðimörk. Bílarnir eiga því að standast íslenskar aðstæður. Eitt trix til að spara rafmagnið er að forhita rýmið og sætin áður en lagt er af stað meðan bíllinn er enn í hleðslu. Þetta er reyndar borðleggjandi fyrir íslenskar aðstæður og fara alltaf inn í heitan bílinn. Svo ætti ekki að taka nema tæpan hálftíma að hlaða bílinn upp í 80% á hraðhleðslustöð sem er fínn tími fyrir kaffibolla og kleinu á langferð, nú eða bara til að hlaða eigið batterí í núvitund. Eru einhverjir mínusar við þennan bíl? Eftir sem leið á ferð okkar kunni ég alltaf betur og betur við bílinn. Þetta er sannarlega lúxuskerra. Ef ég á að tína til einhverja mínusta þá mætti nefna þrengsli í öftustu sætum fyrir fullorðinn en mögulega má skrifa það á stirð hné. Þá gat verið dálítið djúpt á stillingum á skjánum, ég þurfti nokkra smelli til að breyta speglunum og stilla stýrið en ég hefði getað að klárað það áður en ég lagði af stað. Á grófustu steypunni á hraðbrautunum kom vegahljóð mér aðeins á óvart og mér varð hugsað til íslenskra malarvega sem ég ek oft. Vegahljóðið hvarf þó nánast alveg þegar Soft stillingunni var skellt á fjöðrunina í stað Firm og á sléttum vegum heyrðist ekki neitt. Loks er verðið kannski dálítið stíft fyrir meðaljóninn mig. Áskriftin í Lottóinu mætti fara að skila sér. EX90 er tryllitæki sem nýtist jafn vel sem slökunarherbergi. Hvað stendur upp úr? Þægindi og aftur þægindi númer eitt tvö og þrjú. Ég held að það hafi varla farið betur um mig í nokkrum bíl og þar spilar margt saman. Snurðulaus hönnunin og mýktin í efnis- og litavali, vel hönnuð sæti og nuddið, maður minn! Mér leið virkilega vel inni í bílnum. Hljóðkerfið í bílnum er alvöru Vá faktor, en ekki síður þögnin, sem er gjarnan vanmetin í lífi einmitt þeirra sem þurfa á sjö sæta bíl að halda. Öll akstursupplifunin er virkilega ánægjuleg, hvernig bíllinn bregst við eins og hugur manns og hvernig hann liggur á veginum. Þetta er snilldarbíll fyrir taugatrekkta foreldra með krakkaskara á ferð sem nýtist ekki síður sem slökunarherbergi. Ég sé mig alveg laumast eina út í bíl, halla sætinu aftur og núllstilla mig. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
EX90 er 7 sæta fjölskyldujeppi og nýjasta raftrompið uppi í ermi Volvo. Með flutningsgetu á allt að fimm krökkum og ferðatöskum í magni er hann samt ekki bara eitthvert farartæki til að komast á milli staða. Bílar Volvo hafa svosem aldrei verið bara það, sagði ekki einhver Fasteign á hjólum? Hljómgæði sem jafnast á við tónleika í Eldborg, skandinavísk fágun í hönnun, geymslupláss, fótarými, nudd í sætum… Ég gæti flutt inn í dag! EX90 toppar reyndar þetta fasteignaslógan hressilega því að auki er EX90 hjálpfús og ábyrgðarfullur félagi í akstrinum sem gegnum nýjustu tækni í öryggi passar upp á mig og aðra í umferðinni og grípur inn í ef þarf. Fyrsti bíll Volvo með innbyggðu LiDAR og sá öruggasti til þessa Öryggi er aðalsmerki Volvo og á því er ekki slakað hér. Volvo fullyrðir að EX90 sé öruggasti og tæknilegasti bíll Volvo til þessa og með honum hafi verið sett ný viðmið í öryggismálum, ekki bara með loftpúðum allt um kring og sérmeðhöndluðu stáli í grind og þverbita að framan sem öryggisteymi EX90 segir að styrkist við högg, heldur með innbyggðum LiDAR pakka sem samanstendur af myndavélum, ratsjám og skynjurum til að forða því í lengstu lög að óhapp verði. EX90 skynjar meðal annars hindranir allt að 250 metrum framan við bílinn og einnig fólk og bíla úr öllum áttum, líka í myrkri og bregst við þeim sjálfkrafa. Inni í bílnum er myndavél, sem tekur þó ekki upp myndefni en fylgist meðal annars með fókuspunkti augna ökumanns og nemur breytingar á augnsvæði sem geta gefið þreytu til kynna. Þá skynjar bíllinn ef manneskja eða gæludýr er ennþá inni í bílnum þegar honum er læst og lætur vita. Þverstykkið efst á myndinni hefur þvíþætt hlutverk, það inniheldur loftið fyrir öryggispúða í grind bílsins en gegnir einnig hlutverki styrktarbita þar sem það er úr sérmeðhöndluðu stáli sem styrkist við högg. Svarti stuðarinn er staðsettur neðarlega til að fara ekki inn í fótarými bílsins á móti ef árekstur verður.Hönnun fram- og afturljósa EX90 þykir virkilega flott.Sérstaklega hefur tekist vel til með hönnun á "grillinu" sem er mjög stílhreint.Handföngin falla inn í hliðar bílsins en opnast þegar ökumaður á eftir nokkur skref að bílnum.Enginn start-takki er í bílnum, bara ýta á bremsuna og demba í Drive. Tæknin olli töfum en framleiðslan komin í gang Þetta er háþróaður tæknipakki og hnökrar við tæknilega útfærslu LiDAR kerfisins munu vera ástæða þess að framleiðsla EX90 hefur tafist. Nú er færibandið hins vegar komið í hvínandi gang og bílarnir sem koma á Ameríku- og Evrópumarkað eru framleiddir í Bandaríkjunum. Við á Íslandi eigum von á þeim fyrir áramót! Einhverjir fítusar LiDAR kerfisins eru þó enn í Learning Mode en Volvo fullyrðir að kerfið safni gögnum sem muni skila sér með þráðlausri uppfærslu til allra eigenda EX90. Í raun muni stöðugt bætast ofan á „hæfni“ bílsins með tímanum. Skandinavísk naumhyggja í hönnun Það verður ekki af Svíunum tekið að fáir komast með tærnar þar sem þeir eru með hælana í hönnun. Fágun, mýkt og jafnvægi skilar virklega góðri upplifun þegar ég sest upp í bílinn. Hér er gott að vera. Cecilia Stark, vöruhönnuður úr hönnunarteymi EX90 segir einfaldleika þeirra kjörorð, allt á að spila saman, efni áferð, form og litir. Áreitið lítið, engin krassandi baklýsing allt dempað og lágstemmt. Þá skipa umhverfissjónarmið stóran sess við hönnunina, sætin eru ýmist úr vottaðri ullarblöndu eða úr Nordico efni, gervileður sérhannað af Volvo með mattri og mjúkri áferð. Innréttingin er klædd þessu efni og einnig spónlögð með ljósum aski. Litapallettan er lágstemmd, mjúk og mild. Kyrrð lýsir tilfinningunni inni í bílnum einna best. Sem er gott þegar barnmörg fjölskylda er á ferð með tilheyrandi látum. Öll hönnun innan í bílnum er hin fágaðasta. Skjárinn er vel staðsettur og virkilega þægilegur í notkun.Milli sætanna er hægt að renna frá glasahöldurum, í tveimur stærðum. þar fyrir neðan er gott pláss til dæmis fyrir handtösku.Aftursætunum er hægt að renna aftur og fram og halla þeim aftur. Tengi fyrir síma eru milli framsætana. Mikið rými og þægindi Bíllinn er rétt rúmir fimm metrar að lengd og skottið er 655 lítrar. Þegar öftustu sætin eru felld niður stækkar farangursrýmið í 1915 lítra. Hvernig felli ég sætin niður? Ég ýti á takka í farangursrýminu og sætin leggjast sjálfkrafa ofan í gólfið. Mjög flott og svakalega þægilegt. EX90 hentar líka lúxuspésum á leið í golf sem vilja mikið pláss, það er nánast hægt að koma fyrir heilum golfbíl aftur í þegar búið er að fella niður öll aftursætin. En þegar allir krakkarnir eru með ætti ekki að fara illa um neinn. Rúmt er um farþegana í aftursætunum, hægt að renna þeim fram og aftur og fá meira fótapláss. Glasahaldarara eru fyrir alla, líka þá sem sitja alveg aftast. Hægt er að smella setunni á miðjusætinu upp og hækka þannig undir farþegann. Úr bakinu á miðjusætinu er hægt að fletta niður borði með glasahöldurum. Öftustu sætin eru flott fyrir stálpaða krakka. Glasahaldarar eru fyrir bæði sætin. Á tæpasta fyrir miðaldra mjöðm Öftustu sætin eru sögð fyrir fullorðna en ég myndi frekar telja þau fín fyrir stálpaða krakka eða þá mjög nettan og lipran fullorðinn. Ég smeygi mér þangað en finnst full þröngt um mig. Mun halda mig við framsætið. Framsætin eru enda hrikalega þægileg, hægt að fínstilla þau að líkamanum og var ég búin að minnast á nuddið? Það eru fjórar stillingar á nuddi fyrir bakið í báðum framsætum og þegar prógrammið hefur rúllað einn hring kemur melding efst á stýriskjáinn sem spyr hvort ég vilji halda nuddinu áfram. Já takk! Einkatónleikar og míní útfærsla af Abbey Road hljóðverinu Hljómburðurinn í bílnum er magnaður svo vægt sé til orða tekið. Tónlistin hreinlega flæðir um rýmið allt í kringum mig og þegar söngkonan hefur upp raust sína er eins og hún standi beint fyrir framan mig. Volvo er í samstarfi við Bowers & Wilkins, þá sömu og hið margrómaða hljóðver Abbey Road vinnur með. Einstök hljóðhönnun Bowers & Wilkins skilar sér frábærlega um allt innanrýmið í bílnum. Inni í bílnum eru 25 hátalarar, meðal annars í höfuðpúðunum og á næsta ári mun smækkuð útfærsla á sjálfu hljóðveri Abbey Road verða valkostur í EX90. Þá verður hægt að velja hljóm úr mismunandi upptökuverum Abbey Road hljóðversins, allt eftir því hvernig skapið er. Bylgjandi tónlist og nudd á mjóbakið í skandinavískri hönnunarparadís, hreint ekki svo slæmt og ég var ekki einu sinni lögð af stað. 25 Hátalarar frá Bowers & Wilkins eru í bílnum. Hægt er að sjá staðsetningu þeirra í rýminu á skjánum en þeir eru meðal annars staðsettir í höfuðpúðunum. Lipur og léttur í akstri Enginn lykill er nauðsynlegur við notum bara símann og bíllinn opnast áður en við komum að honum. Enginn start-takki, bara ýta á bremsuna, demba í Drive og við rennum ljúflega af stað. EX90 er þýður í stýri og inni í bílnum er þægileg kyrrð, vegahljóð nánast ekkert. Þessi bíll er hátt í þrjú tonn eða 2.743 kg en ég finn ekki fyrir því. Virkilega lipur og léttur í akstri. Við flengjum okkur út á amerísku hraðbrautirnar. Þar er bíll við bíl og ekið greitt svo óhætt er að gefa dálítið í. Bíllinn bregst við um leið. Hann er 4.9/5.9 sek í hundrað og ég þrýstist aftur í sætið, sem er alltaf dálítið gaman. Akstursaðstoðin heldur bílnum innan akreinar og nemur bílana allt í kring. Við sleppum stýrinu í nokkrar sekúndur í aflíðandi beygju, rétt til að prófa og bíllin heldur okkur í réttri stefnu í beygjunni án þess að hika. En þó akstursaðstoðin sé afar skilvirk fæ ég ekki á tilfinninguna að ég sé ekki við stjórnvölinn, bíllinn er virkilega þýður í stýri. Þegar við færum okkur út á minni veg sem liggur í kröppum beygjum upp og niður brattan fjallgarð kemur enn betur í ljós hve lipur þessi stóri og þungi bíll er. Eins fetils stillingin er frábær á leiðinni niður brekkur og beygjur en hana er hægt að taka af með einum smelli á skjánum. Baklýsingin í innréttingunni þegar skyggja fer er mild og látlaus. Engir krassandi litir eða áreiti. Og talandi um skjáinn. EX90 er búinn 14.5 tommu snertiskjá með innbyggðu 5G og Google þar sem hægt er að hafa Google Maps, Google Assistant og fleiri forrit. Hann er þægilega staðsettur og auðvelt að flakka á milli stillinga. Rétt fyrir ofan stýrið er lítill ökumannsskjár sem stýrt er með takka í stýrinu. Sultuslök í umferðarsultu með næga drægni Á leiðinni til baka lendum við í amerískri umferðarteppu, mjökumst einhverja sentimetra milli þess sem við sitjum pikkföst. Þannig aðstæður kalla yfirleitt fram pirring, í verstu tilfellum umferðarofsa en ekki núna. Ég veit ekki hvort það er Kaliforníusólin, nuddið í bakið eða mjúk þögnin inni í bílnum. Fyrir mér má þessi umferðarteppa vara sem lengst, ég er í góðum málum og hef engar áhyggjur af rafhlöðunni. Áætluð drægni EX90 er allt að 614 kílómetrar. Það þýðir að ég ætti að geta keyrt í einni bunu norður yfir heiðar upp í sveit, þangað sem ég á oft erindi. Ég set samt alltaf smá fyrirvara á þessar tölur, kannski af því ég er díseldræver sem er enn að aðlagast rafbyltingunni og auðvitað spila aðstæður inn í, veður, hitastig og vegaskilyrði. Volvo prófar reyndar alla sína bíla við ýktar aðstæður í báðar áttir, við vetrarskilyrði af hörðustu sort og í sjóðheitri eyðimörk. Bílarnir eiga því að standast íslenskar aðstæður. Eitt trix til að spara rafmagnið er að forhita rýmið og sætin áður en lagt er af stað meðan bíllinn er enn í hleðslu. Þetta er reyndar borðleggjandi fyrir íslenskar aðstæður og fara alltaf inn í heitan bílinn. Svo ætti ekki að taka nema tæpan hálftíma að hlaða bílinn upp í 80% á hraðhleðslustöð sem er fínn tími fyrir kaffibolla og kleinu á langferð, nú eða bara til að hlaða eigið batterí í núvitund. Eru einhverjir mínusar við þennan bíl? Eftir sem leið á ferð okkar kunni ég alltaf betur og betur við bílinn. Þetta er sannarlega lúxuskerra. Ef ég á að tína til einhverja mínusta þá mætti nefna þrengsli í öftustu sætum fyrir fullorðinn en mögulega má skrifa það á stirð hné. Þá gat verið dálítið djúpt á stillingum á skjánum, ég þurfti nokkra smelli til að breyta speglunum og stilla stýrið en ég hefði getað að klárað það áður en ég lagði af stað. Á grófustu steypunni á hraðbrautunum kom vegahljóð mér aðeins á óvart og mér varð hugsað til íslenskra malarvega sem ég ek oft. Vegahljóðið hvarf þó nánast alveg þegar Soft stillingunni var skellt á fjöðrunina í stað Firm og á sléttum vegum heyrðist ekki neitt. Loks er verðið kannski dálítið stíft fyrir meðaljóninn mig. Áskriftin í Lottóinu mætti fara að skila sér. EX90 er tryllitæki sem nýtist jafn vel sem slökunarherbergi. Hvað stendur upp úr? Þægindi og aftur þægindi númer eitt tvö og þrjú. Ég held að það hafi varla farið betur um mig í nokkrum bíl og þar spilar margt saman. Snurðulaus hönnunin og mýktin í efnis- og litavali, vel hönnuð sæti og nuddið, maður minn! Mér leið virkilega vel inni í bílnum. Hljóðkerfið í bílnum er alvöru Vá faktor, en ekki síður þögnin, sem er gjarnan vanmetin í lífi einmitt þeirra sem þurfa á sjö sæta bíl að halda. Öll akstursupplifunin er virkilega ánægjuleg, hvernig bíllinn bregst við eins og hugur manns og hvernig hann liggur á veginum. Þetta er snilldarbíll fyrir taugatrekkta foreldra með krakkaskara á ferð sem nýtist ekki síður sem slökunarherbergi. Ég sé mig alveg laumast eina út í bíl, halla sætinu aftur og núllstilla mig.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira