Fjárfestum í börnum framtíðarinnar með því að fjárfesta í kennurum Jónína Einarsdóttir skrifar 5. september 2024 18:32 Við sitjum á ákveðnum tímamótum en í vor gengu kennarafélögin í leik-, grunn- og framhaldsskóla sameinaðir til viðræðna varðandi kaup og kjör. Ekki hefur enn verið samið við þessi félög og nú erum við kominn inn í september. Leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði. Allir þessir kennarar hafa lagt á sig 5 ára háskólanám til að mennta framtíðar forseta, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra, starfsfólkið sem verður á kassa í Bónus (ef það verða kassar þar með lifandi mannverum í framtíðinni), veðurfræðingana, jarðfræðingana og bara alla – alla sem munu taka þátt í samfélagi framtíðarinnar. Það er því óhætt að segja að kennarar eru og munu ávallt koma að menntun framtíðarinnar. Þrátt fyrir frábæra tækni Chat GPD mun kennarastéttin vera til áfram – við munum varla sjá börnin okkar í bleyjuskiptum hjá róbóta né róbóta standa í kennslustofu framtíðarinnar að kenna siðfræði eða lífsleikni? Framtíðin er alltaf að verða flóknari, tæknilegar framfarir eru hvarvetna vegna nýrra hugmynda sem ný kynslóð leiðir hverju sinni. Framtíðin er líka alltaf að verða flóknari í samskiptum sökum þess að það eru tækninýjungar en ekki síst fyrir þær sakir að samfélög taka breytingum. Kennarar hafa gríðarleg áhrif á hvernig samfélag við viljum búa í enda eru þættir eins og læsi, málörvun, samkennd, umburðarlyndi, hjálpsemi, vinátta og góðvild lykilorð þegar kemur að kennslu á yngsta stigi menntunar – leikskólastiginu. Læsi, stærðfræði, heimilisfræði, samvinna, hjálpsemi, myndlist, líffræði, lífsleikni, vellíðan og efla sig í því að koma fram og tala fyrir framan aðra eru allt ríkir þættir í námi nemenda á næsta skólastiginu – í grunnskólanum. Við bætum svo enn við námið þegar við tökum ákvörðun að fara í framhaldsskóla og þar eru sérfræðingar á sínu sviði sem leiða hvert fag – kennarar í málmtækni, húsasmíði, myndlist, stærðfræði, eðlisfræði, siðfræði, sálfræði og svo mætti lengi telja. Allir kennarar á öllum þessum skólastigum er sérfræðingar á sínu sviði og hafa lagt á sig nám til að ná þeirri sérfræðiþekkingu. Ég heyri stundum spurningar eins og ,,En af hverju getur ekki leikskólakennaranámið verði styttra en grunnskólakennaranámið?“, ,,Af hverju þarf að vera eitt leyfisbréf?“, Ég vil gjarnan svara þessu með spurningum : En af hverju viljum við ekki hafa sérfæðinga með yngstu börnunum okkar? Viljum við ekki hafa starfsfólk sem hefur menntað sig til að sinna okkar allra yngsta fólki á mikilvægu æviskeiði – sjálfumáltökuskeiðinu? Viljum við ekki á öllum skólastigum hafa sérfræðinga sem vita hvað þeir eru að kenna á hverju stigi fyrir sig? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf þannig að kennarar geta farið milli skólastiga til að takast á við nýjar áskoranir? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf til að ungt fólk framtíðarinnar sjái hag í því að mennta sig sem kennari og hafi ákveðið val um það á hvaða kennslustigi hverju sinni viðkomandi vilji starfa? Ég sjálf er menntaður grunnskólakennari en starfa í dag sem leikskólastjóri, við eigum að hafa val um að vaxa í starfi – óháð skólastigum ef við sem fagmenn getum sýnt fram á hæfni okkar til að sinna kennslu á öðru skólastigi. Það var alveg margt sem ég þurfti sem grunnskólakennari að læra þegar ég fór yfir í leikskólann en var fljót að tileinka mér nýja kennsluhætti ofan á þá þekkingu og menntun sem ég hafði fyrir – enda er ég kennari. Núna heyrum við mikið talað um það að börn nái ekki færni í læsi eða hafi ekki nægan orðaforða. Getur verið að með fækkun kennara (starfsheitið kennari er lögverndað og því máttu ekki kalla þig kennara nema ef þú ert með leyfisbréf) séum við að fá fleiri nemendur sem eiga erfitt með ýmsa þætti náms? Getur verið að með fækkun kennara séum við að sjá fleiri börn í hverjum bekk, oft sjá sveitafélög hagræði í því að fjölga bara í bekknum frekar en að fjölga kennurum, þetta kallar svo á að hver kennari hefur minni og minni tíma fyrir hvern nemanda bekkjarins/deildarinnar. Hvernig eigum við að snúa okkur í því að gera starf kennarans meira aðlagandi og sexý? Hvað þarf til að fá inn fleiri kennara sem hafa menntað sig í 5 ár til að vinna eftir sinni sérfræðiþekkingu með þeim barnahóp á því skólastigi sem hver og einn kennari velur sér? Hvernig viljum við að seðlabankastjóri framtíðarinnar já eða bara næstu kennarar sem munu vinna með nemendunum sem munu vera framtíð landsins árið 2064? Við verðum að fjárfesta í kennurum til þess að fjárfesta í framtíð landsins og jarðarinnar allrar. Tökum okkur saman og gerum samfélagslega sátt um það að við þurfum að stórauka framlög til skólakerfisins og við þurfum að gera starf allra kennara að aðlagandi starfi þar sem þeir geti unnið út frá sinni sérfræðiþekkingu með þann aldur barna sem þeir sérhæfa sig til – geti unnið við góð starfsskilyrði þar sem fagmennska og fagþekking starfsmanna ræður ríkjum. Að ungt fólk sjái fjárhagslegan hag í því að mennta sig sem kennarar á öllum skólastigum og sjái það sem spennandi og áhugaverðan framtíðar starfsvettvang. Hættum að koma með óspennandi orðræðu um hve gefandi þetta starf er, hættum að tala um hvað þetta sé nú allt saman skemmtilegt, hættum að tala bara um mikilvægi skólastarfins þegar við erum í kosningarbaráttu eða dettum í pontu á Alþingi. Greiðum bara almennileg sérfræðilaun fyrir það að leggja á sig 5 ára háskólanám sem þú gerir að þínu ævistarfi. Gerum starf kennara að eftirsóknarverðu sérfræðistarfi sem það í raun er. Mig langar að enda þetta með tilvitnun úr Eplinu – fréttabréfi kennarasambandsins: Raddir skólafólks eru raddir sérfræðinga á sviði menntunar sem eiga einna mest undir því að vel sé staðið að árangursríku skólastarfi. https://mailchi.mp/ki.is/k-epli-sklaml-kjaraml-og-margt-fleira-1160070 Höfundur er leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við sitjum á ákveðnum tímamótum en í vor gengu kennarafélögin í leik-, grunn- og framhaldsskóla sameinaðir til viðræðna varðandi kaup og kjör. Ekki hefur enn verið samið við þessi félög og nú erum við kominn inn í september. Leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði. Allir þessir kennarar hafa lagt á sig 5 ára háskólanám til að mennta framtíðar forseta, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra, starfsfólkið sem verður á kassa í Bónus (ef það verða kassar þar með lifandi mannverum í framtíðinni), veðurfræðingana, jarðfræðingana og bara alla – alla sem munu taka þátt í samfélagi framtíðarinnar. Það er því óhætt að segja að kennarar eru og munu ávallt koma að menntun framtíðarinnar. Þrátt fyrir frábæra tækni Chat GPD mun kennarastéttin vera til áfram – við munum varla sjá börnin okkar í bleyjuskiptum hjá róbóta né róbóta standa í kennslustofu framtíðarinnar að kenna siðfræði eða lífsleikni? Framtíðin er alltaf að verða flóknari, tæknilegar framfarir eru hvarvetna vegna nýrra hugmynda sem ný kynslóð leiðir hverju sinni. Framtíðin er líka alltaf að verða flóknari í samskiptum sökum þess að það eru tækninýjungar en ekki síst fyrir þær sakir að samfélög taka breytingum. Kennarar hafa gríðarleg áhrif á hvernig samfélag við viljum búa í enda eru þættir eins og læsi, málörvun, samkennd, umburðarlyndi, hjálpsemi, vinátta og góðvild lykilorð þegar kemur að kennslu á yngsta stigi menntunar – leikskólastiginu. Læsi, stærðfræði, heimilisfræði, samvinna, hjálpsemi, myndlist, líffræði, lífsleikni, vellíðan og efla sig í því að koma fram og tala fyrir framan aðra eru allt ríkir þættir í námi nemenda á næsta skólastiginu – í grunnskólanum. Við bætum svo enn við námið þegar við tökum ákvörðun að fara í framhaldsskóla og þar eru sérfræðingar á sínu sviði sem leiða hvert fag – kennarar í málmtækni, húsasmíði, myndlist, stærðfræði, eðlisfræði, siðfræði, sálfræði og svo mætti lengi telja. Allir kennarar á öllum þessum skólastigum er sérfræðingar á sínu sviði og hafa lagt á sig nám til að ná þeirri sérfræðiþekkingu. Ég heyri stundum spurningar eins og ,,En af hverju getur ekki leikskólakennaranámið verði styttra en grunnskólakennaranámið?“, ,,Af hverju þarf að vera eitt leyfisbréf?“, Ég vil gjarnan svara þessu með spurningum : En af hverju viljum við ekki hafa sérfæðinga með yngstu börnunum okkar? Viljum við ekki hafa starfsfólk sem hefur menntað sig til að sinna okkar allra yngsta fólki á mikilvægu æviskeiði – sjálfumáltökuskeiðinu? Viljum við ekki á öllum skólastigum hafa sérfræðinga sem vita hvað þeir eru að kenna á hverju stigi fyrir sig? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf þannig að kennarar geta farið milli skólastiga til að takast á við nýjar áskoranir? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf til að ungt fólk framtíðarinnar sjái hag í því að mennta sig sem kennari og hafi ákveðið val um það á hvaða kennslustigi hverju sinni viðkomandi vilji starfa? Ég sjálf er menntaður grunnskólakennari en starfa í dag sem leikskólastjóri, við eigum að hafa val um að vaxa í starfi – óháð skólastigum ef við sem fagmenn getum sýnt fram á hæfni okkar til að sinna kennslu á öðru skólastigi. Það var alveg margt sem ég þurfti sem grunnskólakennari að læra þegar ég fór yfir í leikskólann en var fljót að tileinka mér nýja kennsluhætti ofan á þá þekkingu og menntun sem ég hafði fyrir – enda er ég kennari. Núna heyrum við mikið talað um það að börn nái ekki færni í læsi eða hafi ekki nægan orðaforða. Getur verið að með fækkun kennara (starfsheitið kennari er lögverndað og því máttu ekki kalla þig kennara nema ef þú ert með leyfisbréf) séum við að fá fleiri nemendur sem eiga erfitt með ýmsa þætti náms? Getur verið að með fækkun kennara séum við að sjá fleiri börn í hverjum bekk, oft sjá sveitafélög hagræði í því að fjölga bara í bekknum frekar en að fjölga kennurum, þetta kallar svo á að hver kennari hefur minni og minni tíma fyrir hvern nemanda bekkjarins/deildarinnar. Hvernig eigum við að snúa okkur í því að gera starf kennarans meira aðlagandi og sexý? Hvað þarf til að fá inn fleiri kennara sem hafa menntað sig í 5 ár til að vinna eftir sinni sérfræðiþekkingu með þeim barnahóp á því skólastigi sem hver og einn kennari velur sér? Hvernig viljum við að seðlabankastjóri framtíðarinnar já eða bara næstu kennarar sem munu vinna með nemendunum sem munu vera framtíð landsins árið 2064? Við verðum að fjárfesta í kennurum til þess að fjárfesta í framtíð landsins og jarðarinnar allrar. Tökum okkur saman og gerum samfélagslega sátt um það að við þurfum að stórauka framlög til skólakerfisins og við þurfum að gera starf allra kennara að aðlagandi starfi þar sem þeir geti unnið út frá sinni sérfræðiþekkingu með þann aldur barna sem þeir sérhæfa sig til – geti unnið við góð starfsskilyrði þar sem fagmennska og fagþekking starfsmanna ræður ríkjum. Að ungt fólk sjái fjárhagslegan hag í því að mennta sig sem kennarar á öllum skólastigum og sjái það sem spennandi og áhugaverðan framtíðar starfsvettvang. Hættum að koma með óspennandi orðræðu um hve gefandi þetta starf er, hættum að tala um hvað þetta sé nú allt saman skemmtilegt, hættum að tala bara um mikilvægi skólastarfins þegar við erum í kosningarbaráttu eða dettum í pontu á Alþingi. Greiðum bara almennileg sérfræðilaun fyrir það að leggja á sig 5 ára háskólanám sem þú gerir að þínu ævistarfi. Gerum starf kennara að eftirsóknarverðu sérfræðistarfi sem það í raun er. Mig langar að enda þetta með tilvitnun úr Eplinu – fréttabréfi kennarasambandsins: Raddir skólafólks eru raddir sérfræðinga á sviði menntunar sem eiga einna mest undir því að vel sé staðið að árangursríku skólastarfi. https://mailchi.mp/ki.is/k-epli-sklaml-kjaraml-og-margt-fleira-1160070 Höfundur er leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar