Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2024 08:02 Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Heilbrigðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar