Selur íbúð með palli en engum berjarunna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2024 14:45 Guðmundur og fjölskyldan hafa notið lífsins í íbúðinni í Vogahverfi þrátt fyrir að þar sé engan berjarunna að finna. Vísir Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. „Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira