Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:33 Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax fá enn lengra landsleikjahlé eftir að leik liðsins um helgina var frestað. Getty/Rico Brouwe/Alexander Koerner Hollenska knattspyrnufélagið Ajax þarf að fresta næsta leik liðsins vegna verkfallsaðgerða Amsterdam lögreglunnar. Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024 Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024
Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira