Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar 13. september 2024 09:01 Langtímasýn hefur löngum þótt óraunhæf í íslenskri stjórnmálaumræðu. Allt gengur út á að fjalla um málefni sem horfa til vinsælda á líðandi stundu því margir telja með öllu tilgangslaust að hugsa til lengri tíma vegna þess að það er svo langt þangað til! Þessi frumstæða afstaða opinberast skýrt þegar rætt er um hvort við eigum að fara að dæmi flestra þjóða í kringum okkur og taka upp fjölþjóða gjaldmiðil í stað þess minnsta í veröldinni. Það þýðir lítið að dómi margra íslenskra stjórnmálamanna enda tekur það allt of langan tíma og löng ferðalög í pólitík eru varasamur gjörningur, sérstaklega fyrsta skrefið! Það eitt og sér er beinlínis stórhættulegt og því er staðið í stað og hvergi farið – allt óbreytt, ekki einu sinni til umræðu. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að eftir tíu til tuttugu ár verði í þessu örlitla samfélagi enn brúkaðir þrír til fjórir gjaldmiðlar: Krónan, verðtryggða krónan, evra og dollar. Með sömu þróun og verið hefur undanfarin ár bendir flest til að 60 til 70 prósent þjóðarframleiðslunnar verði unnin af fyrirtækjum sem eru annaðhvort í evru- eða dollarahagkerfinu. Í dag er hlutur þeirra rösklega 40% og fer vaxandi. Hvað þýðir þetta? Fyrir utan að vera í mun betra starfsumhverfi stærri og öflugri gjaldmiðils verða þessi ágætu fyrirtæki ekki fyrir vaxtavendinum ógurlega sem er helsta refsitæki íslenskra stjórnvalda til að að halda niðri verðbólgu. Það tæki er þeirrar náttúru að virka einasta á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem eru skuldug og lokuð inni í krónuhagkerfinu en íslensk stjórnvöld láta eins og verðbólgan sé þeim einum að kenna. Þess skulu þau gjalda með ofurvöxtum. Þarna er annars vegar um að ræða minni og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun, og hins vegar skuldugir einstaklingar, fyrst og fremst unga fólkið sem er svo fífldjarft að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessir hópar verða að axla alla ábyrgð á verðbólgunni, á meðan við hin skuldlausu sjáum vextina hækka í bankabókunum og fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum eru á allt öðrum og betri lánskjörum en þau sem eru lokuð inni í íslenska krónu- og bankahagkerfinu. Gangi ofangreind spá eftir verður innan nokkurra ára búið að staðfesta kyrfilega að á Íslandi búa tvær þjóðir við gjörólík kjör. Baráttan við verðbólguna mun eingöngu bitna á þeim sem skulda og húka enn inni í krónuhagkerfinu og þess vegna verður hlutur þeirra í refsingunni enn stærri og sársaukafyllri eftir því sem árin líða. Ekki kæmi á óvart að þá verði talað af miklum fjálgleik um einelti gagnvart þessum hluta þjóðarinnar því fáránleikinn verður þá væntanlega endanlega orðinn öllum landsmönnum ljós. Tvær örþjóðir í sama landinu vegna þess að menn komu sér aldrei að því verki að gera það sama og allar Evrópuþjóðir hafa þá þegar gert að taka upp sameiginlegan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til eðlilegs efnahagsumhverfis fyrir einstaklinga og fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Það sem vekur þó mesta furðu er að unga fólkið í dag skuli ekki rísa upp í öllum stjórnmálaflokkum þó ekki væri til annars en að ræða þessi málefni af alvöru. Þetta góða fólk virðist láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust og borgar miklar hækkanir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis af endalausri þrælslund og undirgefni. Áfram höldum við inn í framtíðina með marga gjaldmiðla og skiljum ekkert í, að með þeim skuli ekki vera hægt að tryggja stöðugt fjármálaumhverfi í þessu litla hagkerfi að ekki sé nú talað um jöfnuð og sanngirni. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Langtímasýn hefur löngum þótt óraunhæf í íslenskri stjórnmálaumræðu. Allt gengur út á að fjalla um málefni sem horfa til vinsælda á líðandi stundu því margir telja með öllu tilgangslaust að hugsa til lengri tíma vegna þess að það er svo langt þangað til! Þessi frumstæða afstaða opinberast skýrt þegar rætt er um hvort við eigum að fara að dæmi flestra þjóða í kringum okkur og taka upp fjölþjóða gjaldmiðil í stað þess minnsta í veröldinni. Það þýðir lítið að dómi margra íslenskra stjórnmálamanna enda tekur það allt of langan tíma og löng ferðalög í pólitík eru varasamur gjörningur, sérstaklega fyrsta skrefið! Það eitt og sér er beinlínis stórhættulegt og því er staðið í stað og hvergi farið – allt óbreytt, ekki einu sinni til umræðu. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að eftir tíu til tuttugu ár verði í þessu örlitla samfélagi enn brúkaðir þrír til fjórir gjaldmiðlar: Krónan, verðtryggða krónan, evra og dollar. Með sömu þróun og verið hefur undanfarin ár bendir flest til að 60 til 70 prósent þjóðarframleiðslunnar verði unnin af fyrirtækjum sem eru annaðhvort í evru- eða dollarahagkerfinu. Í dag er hlutur þeirra rösklega 40% og fer vaxandi. Hvað þýðir þetta? Fyrir utan að vera í mun betra starfsumhverfi stærri og öflugri gjaldmiðils verða þessi ágætu fyrirtæki ekki fyrir vaxtavendinum ógurlega sem er helsta refsitæki íslenskra stjórnvalda til að að halda niðri verðbólgu. Það tæki er þeirrar náttúru að virka einasta á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem eru skuldug og lokuð inni í krónuhagkerfinu en íslensk stjórnvöld láta eins og verðbólgan sé þeim einum að kenna. Þess skulu þau gjalda með ofurvöxtum. Þarna er annars vegar um að ræða minni og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun, og hins vegar skuldugir einstaklingar, fyrst og fremst unga fólkið sem er svo fífldjarft að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessir hópar verða að axla alla ábyrgð á verðbólgunni, á meðan við hin skuldlausu sjáum vextina hækka í bankabókunum og fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum eru á allt öðrum og betri lánskjörum en þau sem eru lokuð inni í íslenska krónu- og bankahagkerfinu. Gangi ofangreind spá eftir verður innan nokkurra ára búið að staðfesta kyrfilega að á Íslandi búa tvær þjóðir við gjörólík kjör. Baráttan við verðbólguna mun eingöngu bitna á þeim sem skulda og húka enn inni í krónuhagkerfinu og þess vegna verður hlutur þeirra í refsingunni enn stærri og sársaukafyllri eftir því sem árin líða. Ekki kæmi á óvart að þá verði talað af miklum fjálgleik um einelti gagnvart þessum hluta þjóðarinnar því fáránleikinn verður þá væntanlega endanlega orðinn öllum landsmönnum ljós. Tvær örþjóðir í sama landinu vegna þess að menn komu sér aldrei að því verki að gera það sama og allar Evrópuþjóðir hafa þá þegar gert að taka upp sameiginlegan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til eðlilegs efnahagsumhverfis fyrir einstaklinga og fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Það sem vekur þó mesta furðu er að unga fólkið í dag skuli ekki rísa upp í öllum stjórnmálaflokkum þó ekki væri til annars en að ræða þessi málefni af alvöru. Þetta góða fólk virðist láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust og borgar miklar hækkanir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis af endalausri þrælslund og undirgefni. Áfram höldum við inn í framtíðina með marga gjaldmiðla og skiljum ekkert í, að með þeim skuli ekki vera hægt að tryggja stöðugt fjármálaumhverfi í þessu litla hagkerfi að ekki sé nú talað um jöfnuð og sanngirni. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar