Skráningum á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 17. september 2024 08:02 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar