„Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2024 20:22 Jóhann Kristinn Gunnarsson segir önnur lið Bestu deildarinnar þurfa að gera betur ætli þau sér að ná Val og Breiðabliki. Vísir/Diego Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Valskonur áttu hættulegri færi í leiknum en norðankonur voru aldrei langt undan. Anna Rakel Pétursdóttir, sem er uppalin í KA, skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á níundu mínútu. „Bara vonsvikinn að hafa tapað leiknum en mjög ánægður með mínar stelpur í dag, baráttuna og hvernig við stóðum sérstaklega án bolta. Mér fannst bara stelpurnar okkar standa sig heilt yfir mjög vel og þegar allt er gert upp þá finnst mér við hafa verðskuldað hreinlega stig úr þessu þó hvorugt liðið hafi verið að fá færi. Þó það hafi farið víti forgörðum hjá þeim og svona hálf skalla færi og eitthvað. Þessi leikur var ekki opinn hvað færi varðar en mér fannst að það hefði ekkert verið hægt að rífast lengi yfir því að bæði lið hefðu fenguð stig.” Er eitthvað sem þú ert ósáttur með fyrir utan að ná ekki inn marki? „Nei ég er ánægður með hvernig við stóðum þetta. Varnarleikurinn var góður, leikmenn voru að spila hérna sumir í stöðunni sem þær eru ekki vanar og við erum að leysa hluti, mér fannst þær gera það vel. Alveg til fyrirmyndar okkar stelpur, enn og aftur hrós á þær. Það sést kannski af því við erum að bera okkur saman við lið sem er að komið, ásamt Breiðabliki, alltof langt á undan restinni af þessari deild, alltof langt, og það er okkur hinum liðunum að kenna, ekki þeim. Við eigum bara að skammast til að gera þetta betur. Skrefið sem við þurfum að taka, það liggur svolítið í augum uppi að við stöndum vel eins og í dag án bolta svona mestmegnis og erum að gera hlutina vel en við þurfum að taka stórt skref í því hvað við gerum við boltann þegar við vinnum hann.” Þór/KA er hefur ekki að miklu að keppa í síðustu þremur leikjum fyrir utan baráttu við Víking um þriðja sætið. „Ekki bara við, ég held að landsbyggðin, landsmenn og heimsbyggðin öll horfi núna í þennan leik í lokaumferðinni þar sem að Þór/KA gegn Víking verður stærsti leikur landsins í öllum deildum karla og kvenna, það hlýtur bara að vera,” sagði Jóhann og sparaði aldeilis ekki stóru orðin. Lara Ivanusa og Lidija Kulis gengu á dögunum til liðs í við Abu Dhabi Country Club í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þær munu spila í Meistaradeild Asíu. Þær missa því af lok tímabilsins með Þór/KA en Jóhann segir ákvörðuna hafa verið auðvelda að leyfa þeim að fara. „Mér fannst það ekki erfið ákvörðun þegar allt er tekið inn í myndina. Það væri ekkert mál fyrir okkur að segja bara nei við þær, að þær þyrftu að neita þessu tilboði og virða samningin við okkur en við erum ekki að berjast um að vinna gullið í þessari deild og við erum ekki að reyna forðast fall. Þannig að okkur fannst þetta bara tilvalið móment til leyfa þeim að uppfylla sína ævintýraþrá þarna úti og svo bara fleiri mínútur fyrir margar af þessum ungu stelpum eins og við sáum til dæmis bara á liðinu okkar hér í dag að fá bara fleiri mínútur á stóra sviðinu á móti sterkum liðum í efri hlutanum. Þetta fannst mér bara ganga vel í dag þannig ég sé ekki eftir neinni ákvörðun hvað það varðar.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Valskonur áttu hættulegri færi í leiknum en norðankonur voru aldrei langt undan. Anna Rakel Pétursdóttir, sem er uppalin í KA, skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á níundu mínútu. „Bara vonsvikinn að hafa tapað leiknum en mjög ánægður með mínar stelpur í dag, baráttuna og hvernig við stóðum sérstaklega án bolta. Mér fannst bara stelpurnar okkar standa sig heilt yfir mjög vel og þegar allt er gert upp þá finnst mér við hafa verðskuldað hreinlega stig úr þessu þó hvorugt liðið hafi verið að fá færi. Þó það hafi farið víti forgörðum hjá þeim og svona hálf skalla færi og eitthvað. Þessi leikur var ekki opinn hvað færi varðar en mér fannst að það hefði ekkert verið hægt að rífast lengi yfir því að bæði lið hefðu fenguð stig.” Er eitthvað sem þú ert ósáttur með fyrir utan að ná ekki inn marki? „Nei ég er ánægður með hvernig við stóðum þetta. Varnarleikurinn var góður, leikmenn voru að spila hérna sumir í stöðunni sem þær eru ekki vanar og við erum að leysa hluti, mér fannst þær gera það vel. Alveg til fyrirmyndar okkar stelpur, enn og aftur hrós á þær. Það sést kannski af því við erum að bera okkur saman við lið sem er að komið, ásamt Breiðabliki, alltof langt á undan restinni af þessari deild, alltof langt, og það er okkur hinum liðunum að kenna, ekki þeim. Við eigum bara að skammast til að gera þetta betur. Skrefið sem við þurfum að taka, það liggur svolítið í augum uppi að við stöndum vel eins og í dag án bolta svona mestmegnis og erum að gera hlutina vel en við þurfum að taka stórt skref í því hvað við gerum við boltann þegar við vinnum hann.” Þór/KA er hefur ekki að miklu að keppa í síðustu þremur leikjum fyrir utan baráttu við Víking um þriðja sætið. „Ekki bara við, ég held að landsbyggðin, landsmenn og heimsbyggðin öll horfi núna í þennan leik í lokaumferðinni þar sem að Þór/KA gegn Víking verður stærsti leikur landsins í öllum deildum karla og kvenna, það hlýtur bara að vera,” sagði Jóhann og sparaði aldeilis ekki stóru orðin. Lara Ivanusa og Lidija Kulis gengu á dögunum til liðs í við Abu Dhabi Country Club í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem þær munu spila í Meistaradeild Asíu. Þær missa því af lok tímabilsins með Þór/KA en Jóhann segir ákvörðuna hafa verið auðvelda að leyfa þeim að fara. „Mér fannst það ekki erfið ákvörðun þegar allt er tekið inn í myndina. Það væri ekkert mál fyrir okkur að segja bara nei við þær, að þær þyrftu að neita þessu tilboði og virða samningin við okkur en við erum ekki að berjast um að vinna gullið í þessari deild og við erum ekki að reyna forðast fall. Þannig að okkur fannst þetta bara tilvalið móment til leyfa þeim að uppfylla sína ævintýraþrá þarna úti og svo bara fleiri mínútur fyrir margar af þessum ungu stelpum eins og við sáum til dæmis bara á liðinu okkar hér í dag að fá bara fleiri mínútur á stóra sviðinu á móti sterkum liðum í efri hlutanum. Þetta fannst mér bara ganga vel í dag þannig ég sé ekki eftir neinni ákvörðun hvað það varðar.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira