Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. september 2024 13:33 Nicole Kidman leikur Greer Garrison Winbury, metsöluhöfund og matríarka Winbury-fjölskyldunnar, í The Perfect Couple. Sonur hennar er að fara að gifta sig þegar einn brúðkaupsgestanna finnst myrtur. Netflix Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka. The Perfect Couple er morðgáta í sex þáttum sem er nýkomin á Netflix og hefur rokið upp á topplista veitunnar á Íslandi. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók eftir bandaríska höfundinn Elin Hilderbrand sem býr sjálf á Nantucket og staðsetur flestar bækur sínar á sumardvalareyjunni. Þáttunum er leikstýrt af hinni dönsku Susanne Bier sem margir þekkja sem leikstjóra Brødre, Efter bryllupet eða Hævnen. Eftir velgengni þessara mynda fór Bier til Hollywood þar sem hún hefur aðallega unnið við sjónvarpsþáttagerð en líka gert nokkrar kvikmyndir, þar á meðal hrollvekjuna Bird Box árið 2018. Stjarna Kidman skín skært þó svipurinn hafi stirðnað Fyrsti þátturinn hefst á æfingarkvöldverði daginn fyrir brúðkaup Ameliu Sacks (Eve Hewson) og Benjis Winbury (Billy Howle) á ættaróðali fjölskyldu hans á Nantucket. Parið er yfir sig ástfangið þó að Amelia eigi erfitt með strangar reglur tengdafjölskyldunnar. Eins og miðjubarni sæmir þarf Benji að miðla málum milli unnustunnar og móður sinnar. Skjátímanum er dreift nokkuð jafnt á milli persóna, líkt og gjarnan er gert í morðgátum, til að halda áhorfendum stöðugt á tánum. Þrátt fyrir það er Nicole Kidman óumdeildur senuþjófur enda sennilega helsta aðdráttarafl þáttarins. Kidman leikur móður brúðgumans, enska metsöluhöfundinn Greer Garrison Winbury, sem hefur illan bifur á tilvonandi tengdadóttur sinni. Kidman hefur vegna tíðra bótoxaðgerða stirðnað í framan en sýnir þrátt fyrir það snilldartakta sem kaldlyndur og kröfuharður matríarki. Á þessari fjölskyldumynd má sjá í efri röðinni frá vinstri: Will litla, elsta bróðurinn Tom, föðurinn Tag og brúðgumann Benji. Í neðri röðinni má sjá matríarkann Greer, fyrir miðju, með tengdadætrum sínum, Ameliu á hennar hægri hönd og Abby á þá vinstri.Netflix Greer viðheldur glæstri glansmynd, stjórnar heimilinu með járnhnefa og hefur tangarhald á sonunum þremur og eiginmanninum Tag Winbury (Liev Schreiber) sem vill helst bara sötra viský og reykja gras. Elsti sonurinn Tom (Jack Reynor) er ofdekraður eineltisseggur en Will (Sam Nivola), sá yngsti, er viðkvæm taugahrúga. Hin ólétta Abby Winbury (Dakota Fanning) er eiginkona Tom og hefur lært upp á tíu hvernig maður eigi að haga sér innan Winbury-ættarinnar. Fyrir utan kjarnafjölskylduna má nefna partýdýrið Merritt Monaco (Meghann Fahy) sem er besta vinkona brúðarinnar, indverska folann Shooter Dival (Ishaan Katter), frönsku læðuna Isabel Nallet (ofurbótoxuð Isabelle Adjani), lausmálan skipuleggjanda brúðkaupsins og tvo lögregluþjóna sem rannsaka andlátið. Eins og þessi upptalning ber vott um koma ansi margar persónur við sögu og vandasamt verk að gefa þeim öllum pláss. Aftur á móti hafa handritshöfundur og leikstjóri nægan tíma til að fylgja eftir hverjum karakter, afhjúpa leyndarmál þeirra og komast loks að því hver reynist hinn seki. Merritt Monaco (t.v.) og Isabelle Nallet (t.h.) eru báðar partýdýr. Lögregluþjónarnir Nikki Henry og Dan Carter eru það alls ekki.Netflix Glæpamennirnir glotta við tönn Það er misjafnt hvernig morðgátur feta sig á milli raunsæis og óraunveruleika. Ef norrænar glæpasögur eru raunsæislegastar á þessum kvarða mætti segja að The Perfect Couple sé á hinum endanum. Þættirnir eru meðvitað melódrama með ýktum tilfinningum og ástarflækjum þannig þeir verða á köflum hlægilegir. Eflaust hrindir það einhverjum frá en fyrir áhorfendur sem finnst gaman að baða sig í sápufroðu eru þættirnir hin mesta skemmtun. Inngangur seríunnar (sem er endurtekinn í upphafi hvers þáttar) sker væntanlega úr um hvort fólk fílar tóninn eða ekki. Þar má sjá alla gesti brúðkaupsins skælbrosandi í stórum samhæfðum hópdansi við sykursæta popplagið „Criminals“ með Meghan Trainor. „Call us criminals,“ ómar á meðan dansandi gestirnir benda hver á annan. Brúðkaupsgestir dilla sér í samhæfðum dansi sem má segja að setja tóninn fyrir þættina í heild sinni.Netflix Handrit þáttanna er nokkuð þétt hvað fléttuna varðar. Persónusköpunin mætti vera betri og sumar línur skeri í eyrun þannig maður herpist saman. Endurlit og yfirheyrslur á brúðkaupsgestum varpa nýju ljósi á það sem áður er komið fram. Saurug leyndarmál koma upp á yfirborðið, framhjáhöldin hrannast upp og flækjustigið eykst. Í lok hvers þáttar eru áhorfendur skildir eftir á heljarþröm og því neyddir til að horfa á næsta þátt. Þar sem þeir eru allir á Netflix er hægt að háma þá í sig, eyða heilu kvöldi í fimm tíma Nantucket-maríneringu. Þetta ríka pakk... Venjulegt fólk elskar að lesa og horfa á ástir, ævintýri og raunir ríka fólksins. Þannig hefur það lengi verið. The Perfect Couple er ekki bara nýjasta viðbótin við langa morðgátuhefð heldur líka enn ein ameríska þáttaröðin frá undanförnum árum sem fjallar háðslega um ofurríka fjölskyldu. Hugsanlega er það afleiðing mikilla vinsælda Succession frá 2018 að slíkir þættir hafa dunið á okkur síðan. Þegar horft er á The Perfect Couple verður manni líka hugsað til The White Lotus sem hófu göngu sína 2021. Þeir snerust um dauðsfall á lúxushótelinu White Lotus en drógu ríka gestina um leið sundur og saman í háði og spotti. Vafalaust hafa Big Little Lies, sem hófu göngu sína 2017, líka haft mikil áhrif. Þar flækjast ríkar húsfreyjur í Kaliforníu inn í morðrannsókn og leikur Nicole Kidman eina þeirra. Maður sér í anda hvernig framleiðendurnir sáu fyrir sér skothelda formúlu: morðgáta um ríkt fólk + Nicole Kidman leikur húsfreyju = dúndurvinsælir þættir. Réttsælis frá norðvesturglugganum: Tom og Abby laumast í kökuna, Shooter og Merritt taka sjálfu, Tag kyssir greer og tilvonandi brúðhjónin Amelia og Benji.Netflix Snilldin við Succession og The White Lotus eru fullmótaðar breyskar persónur sem lifna við, þökk sé frábærum leikurum og góðu handriti sem inniheldur nístandi ádeilu. Þetta tvennt skortir að mestu í The Perfect Couple. Fyrir utan Kidman og Schreiber eru flestir leikaranna ósannfærandi enda hafa þeir úr litlu að moða. Stéttargagnrýnin er nánast engin eða þá að hún ristir grunnt. Án þess að gefa of mikið upp tek ég orð eins karakters sem dæmi: „They won‘t [arrest me]. I‘m a white woman.“ Vissulega er verið að hæðast að viðkomandi sem þykist vera róttækari og frjálslyndari en hún er. Samt sem áður fær áhorfandinn á tilfinninguna að handritshöfundur sé að reyna að koma ákveðnum boðskap á framfæri. Úr verður algjörlega misheppnuð tilraun til að rísa upp úr sápufroðunni. Vesælir Íslendingar þrá blíðuna á Nantucket Fagurfræðilega líta þættirnir ágætlega út. Myndatökunni er beitt á skapandi hátt til að fá ný sjónarhorn á ættaróðalið, gera það ýmist ægistórt eða kæfandi þröngt. Þá nýtir Bier umhverfið vel þegar áhorfendur horfa inn um glugga óðalsins og spegilmynd stórbrotins öldugangsins speglast í andlitum persónanna. Lýsingin er hins vegar misjöfn. Þegar best lætur er hún dýnamísk og styrkir söguna, til dæmis leikur Bier sér stundum með skugga til að auka á dulúðina og spennuna. Öðrum stundum er eins og engin hugsun sé lögð í lýsinguna, hún verður flöt og persónurnar gervilegar. Að vissu leyti mætti segja að lýsingin sé táknræn fyrir þættina í heild. Eina stundina hverfur maður inn í sápuóperuna og gleypir glaður við bullinu. Þá næstu furðar maður sig á því hvernig sum tilsvörin geta verið svona ósannfærandi og leikararnir aulalegir. Niðurstaða: Kosturinn og gallinn við áreynslulausa afþreyingu á borð við The Perfect Couple er að áhorfendur biðja ekki um mikið og fá það ekki heldur. Þú nýtur þáttanna á meðan þú neytir þeirra og ert síðan fljótur að gleyma þeim. Sennilega er það líka ástæðan fyrir því að serían trónir á toppi Netflix hérlendis. Þar gefst norpandi Íslendingum tækifæri til að flýja kuldann, rokið og hversdaginn í ylinn á Nantucket og gleyma sér um stund með Winbury-fjölskyldunni. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
The Perfect Couple er morðgáta í sex þáttum sem er nýkomin á Netflix og hefur rokið upp á topplista veitunnar á Íslandi. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók eftir bandaríska höfundinn Elin Hilderbrand sem býr sjálf á Nantucket og staðsetur flestar bækur sínar á sumardvalareyjunni. Þáttunum er leikstýrt af hinni dönsku Susanne Bier sem margir þekkja sem leikstjóra Brødre, Efter bryllupet eða Hævnen. Eftir velgengni þessara mynda fór Bier til Hollywood þar sem hún hefur aðallega unnið við sjónvarpsþáttagerð en líka gert nokkrar kvikmyndir, þar á meðal hrollvekjuna Bird Box árið 2018. Stjarna Kidman skín skært þó svipurinn hafi stirðnað Fyrsti þátturinn hefst á æfingarkvöldverði daginn fyrir brúðkaup Ameliu Sacks (Eve Hewson) og Benjis Winbury (Billy Howle) á ættaróðali fjölskyldu hans á Nantucket. Parið er yfir sig ástfangið þó að Amelia eigi erfitt með strangar reglur tengdafjölskyldunnar. Eins og miðjubarni sæmir þarf Benji að miðla málum milli unnustunnar og móður sinnar. Skjátímanum er dreift nokkuð jafnt á milli persóna, líkt og gjarnan er gert í morðgátum, til að halda áhorfendum stöðugt á tánum. Þrátt fyrir það er Nicole Kidman óumdeildur senuþjófur enda sennilega helsta aðdráttarafl þáttarins. Kidman leikur móður brúðgumans, enska metsöluhöfundinn Greer Garrison Winbury, sem hefur illan bifur á tilvonandi tengdadóttur sinni. Kidman hefur vegna tíðra bótoxaðgerða stirðnað í framan en sýnir þrátt fyrir það snilldartakta sem kaldlyndur og kröfuharður matríarki. Á þessari fjölskyldumynd má sjá í efri röðinni frá vinstri: Will litla, elsta bróðurinn Tom, föðurinn Tag og brúðgumann Benji. Í neðri röðinni má sjá matríarkann Greer, fyrir miðju, með tengdadætrum sínum, Ameliu á hennar hægri hönd og Abby á þá vinstri.Netflix Greer viðheldur glæstri glansmynd, stjórnar heimilinu með járnhnefa og hefur tangarhald á sonunum þremur og eiginmanninum Tag Winbury (Liev Schreiber) sem vill helst bara sötra viský og reykja gras. Elsti sonurinn Tom (Jack Reynor) er ofdekraður eineltisseggur en Will (Sam Nivola), sá yngsti, er viðkvæm taugahrúga. Hin ólétta Abby Winbury (Dakota Fanning) er eiginkona Tom og hefur lært upp á tíu hvernig maður eigi að haga sér innan Winbury-ættarinnar. Fyrir utan kjarnafjölskylduna má nefna partýdýrið Merritt Monaco (Meghann Fahy) sem er besta vinkona brúðarinnar, indverska folann Shooter Dival (Ishaan Katter), frönsku læðuna Isabel Nallet (ofurbótoxuð Isabelle Adjani), lausmálan skipuleggjanda brúðkaupsins og tvo lögregluþjóna sem rannsaka andlátið. Eins og þessi upptalning ber vott um koma ansi margar persónur við sögu og vandasamt verk að gefa þeim öllum pláss. Aftur á móti hafa handritshöfundur og leikstjóri nægan tíma til að fylgja eftir hverjum karakter, afhjúpa leyndarmál þeirra og komast loks að því hver reynist hinn seki. Merritt Monaco (t.v.) og Isabelle Nallet (t.h.) eru báðar partýdýr. Lögregluþjónarnir Nikki Henry og Dan Carter eru það alls ekki.Netflix Glæpamennirnir glotta við tönn Það er misjafnt hvernig morðgátur feta sig á milli raunsæis og óraunveruleika. Ef norrænar glæpasögur eru raunsæislegastar á þessum kvarða mætti segja að The Perfect Couple sé á hinum endanum. Þættirnir eru meðvitað melódrama með ýktum tilfinningum og ástarflækjum þannig þeir verða á köflum hlægilegir. Eflaust hrindir það einhverjum frá en fyrir áhorfendur sem finnst gaman að baða sig í sápufroðu eru þættirnir hin mesta skemmtun. Inngangur seríunnar (sem er endurtekinn í upphafi hvers þáttar) sker væntanlega úr um hvort fólk fílar tóninn eða ekki. Þar má sjá alla gesti brúðkaupsins skælbrosandi í stórum samhæfðum hópdansi við sykursæta popplagið „Criminals“ með Meghan Trainor. „Call us criminals,“ ómar á meðan dansandi gestirnir benda hver á annan. Brúðkaupsgestir dilla sér í samhæfðum dansi sem má segja að setja tóninn fyrir þættina í heild sinni.Netflix Handrit þáttanna er nokkuð þétt hvað fléttuna varðar. Persónusköpunin mætti vera betri og sumar línur skeri í eyrun þannig maður herpist saman. Endurlit og yfirheyrslur á brúðkaupsgestum varpa nýju ljósi á það sem áður er komið fram. Saurug leyndarmál koma upp á yfirborðið, framhjáhöldin hrannast upp og flækjustigið eykst. Í lok hvers þáttar eru áhorfendur skildir eftir á heljarþröm og því neyddir til að horfa á næsta þátt. Þar sem þeir eru allir á Netflix er hægt að háma þá í sig, eyða heilu kvöldi í fimm tíma Nantucket-maríneringu. Þetta ríka pakk... Venjulegt fólk elskar að lesa og horfa á ástir, ævintýri og raunir ríka fólksins. Þannig hefur það lengi verið. The Perfect Couple er ekki bara nýjasta viðbótin við langa morðgátuhefð heldur líka enn ein ameríska þáttaröðin frá undanförnum árum sem fjallar háðslega um ofurríka fjölskyldu. Hugsanlega er það afleiðing mikilla vinsælda Succession frá 2018 að slíkir þættir hafa dunið á okkur síðan. Þegar horft er á The Perfect Couple verður manni líka hugsað til The White Lotus sem hófu göngu sína 2021. Þeir snerust um dauðsfall á lúxushótelinu White Lotus en drógu ríka gestina um leið sundur og saman í háði og spotti. Vafalaust hafa Big Little Lies, sem hófu göngu sína 2017, líka haft mikil áhrif. Þar flækjast ríkar húsfreyjur í Kaliforníu inn í morðrannsókn og leikur Nicole Kidman eina þeirra. Maður sér í anda hvernig framleiðendurnir sáu fyrir sér skothelda formúlu: morðgáta um ríkt fólk + Nicole Kidman leikur húsfreyju = dúndurvinsælir þættir. Réttsælis frá norðvesturglugganum: Tom og Abby laumast í kökuna, Shooter og Merritt taka sjálfu, Tag kyssir greer og tilvonandi brúðhjónin Amelia og Benji.Netflix Snilldin við Succession og The White Lotus eru fullmótaðar breyskar persónur sem lifna við, þökk sé frábærum leikurum og góðu handriti sem inniheldur nístandi ádeilu. Þetta tvennt skortir að mestu í The Perfect Couple. Fyrir utan Kidman og Schreiber eru flestir leikaranna ósannfærandi enda hafa þeir úr litlu að moða. Stéttargagnrýnin er nánast engin eða þá að hún ristir grunnt. Án þess að gefa of mikið upp tek ég orð eins karakters sem dæmi: „They won‘t [arrest me]. I‘m a white woman.“ Vissulega er verið að hæðast að viðkomandi sem þykist vera róttækari og frjálslyndari en hún er. Samt sem áður fær áhorfandinn á tilfinninguna að handritshöfundur sé að reyna að koma ákveðnum boðskap á framfæri. Úr verður algjörlega misheppnuð tilraun til að rísa upp úr sápufroðunni. Vesælir Íslendingar þrá blíðuna á Nantucket Fagurfræðilega líta þættirnir ágætlega út. Myndatökunni er beitt á skapandi hátt til að fá ný sjónarhorn á ættaróðalið, gera það ýmist ægistórt eða kæfandi þröngt. Þá nýtir Bier umhverfið vel þegar áhorfendur horfa inn um glugga óðalsins og spegilmynd stórbrotins öldugangsins speglast í andlitum persónanna. Lýsingin er hins vegar misjöfn. Þegar best lætur er hún dýnamísk og styrkir söguna, til dæmis leikur Bier sér stundum með skugga til að auka á dulúðina og spennuna. Öðrum stundum er eins og engin hugsun sé lögð í lýsinguna, hún verður flöt og persónurnar gervilegar. Að vissu leyti mætti segja að lýsingin sé táknræn fyrir þættina í heild. Eina stundina hverfur maður inn í sápuóperuna og gleypir glaður við bullinu. Þá næstu furðar maður sig á því hvernig sum tilsvörin geta verið svona ósannfærandi og leikararnir aulalegir. Niðurstaða: Kosturinn og gallinn við áreynslulausa afþreyingu á borð við The Perfect Couple er að áhorfendur biðja ekki um mikið og fá það ekki heldur. Þú nýtur þáttanna á meðan þú neytir þeirra og ert síðan fljótur að gleyma þeim. Sennilega er það líka ástæðan fyrir því að serían trónir á toppi Netflix hérlendis. Þar gefst norpandi Íslendingum tækifæri til að flýja kuldann, rokið og hversdaginn í ylinn á Nantucket og gleyma sér um stund með Winbury-fjölskyldunni.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira