Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir, Guðrún Schmidt, Ósk Kristinsdóttir og Borghildur Gunnardóttir skrifa 16. september 2024 11:32 Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar