Ákall um aðgerðir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 16. september 2024 13:01 Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta. Gera þarf áhættumat miðað við mikla farþegaflutninga og þungaflutninga. Það má kalla guðsmildi að farþegarútan sem brann rétt fyrir utan göngin hafi ekki verið inn í göngunum og að farþegar hafi komist út og slökkvilið Ísafjarðarbæjar hafi getað athafnað sig og sjúkrabílar komist á staðinn og að hægt var að stöðva aðra umferð sem var mikil á föstudegi. Eins og aðstoðarslökkviliðsstjóri komst að orði „að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda ef eldurinn hefði kviknað í einbreiðum göngunum „ Einbreið göng rússnesk rúlletta . Rútan sem brann var í samfloti með fjörum öðrum rútum með alls um 300 farþega og auk þess mikil umferð annara bíla á föstudegi. Það hefði verið óvinnandi vegur að athafna sig í einbreiðum hluta gangnanna ,göngin hefðu fyllst af baneitruðum reyk mikill eldsmatur í klæðningu gangnaveggja og blásturskerfið magnar eldinn og engin flóttaleið. Nei ég held að enginn vilji hugsa þessa hugsun til enda en við þurfum samt að gera það. Getum ekki beðið. Koma þarf inn í samgönguáætlun strax áformum um breikkun einbreiðra ganga og þá hvortveggja Breiðadals og Súgandafjarðarleggsins en ráðmenn hafa ekki barist fyrir því sem skyldi en þessi atburður vekur menn vonandi. Það koma um 200 skemmtiferðarskip til Ísafjarðar ár hvert með þúsundir farþega og miklir farþegaflutningar eru með rútum í skoðunarferðir í hverri viku um svæðið og í gegnum Vestfjarðargöng og ekki síður í gegnum Súgandafjarðarafleggjarann ásamt miklum fiskflutningum. Þú byrgir ekki brunninn eftirá. Þessi alvarlegi atburður kallar á aðgerðir og má ekki verða sópað undir teppið. Hér fá stjórnvöld alvarlega viðvörun um atburði sem hefðu getað orðið hörmulegir ef þeir hefðu gerst nokkrum mínútum fyrr og tækifæri á að áhættuminnka afleiðingar slysa sem geta orðið í stórhættulegum einbreiðum göngum sem eru ólögleg í dag. Strax þarf að gera þær ráðstafanir sem draga úr slysahættu og koma breikkun einbreiðra Vestfjarðargangna á dagskrá í nútíma en ekki í fjarlægri framtíð það getur orðið dýrkeypt. Höfundur er varaþingmaður Suðureyri Súgandafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Ísafjarðarbær Slysavarnir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta. Gera þarf áhættumat miðað við mikla farþegaflutninga og þungaflutninga. Það má kalla guðsmildi að farþegarútan sem brann rétt fyrir utan göngin hafi ekki verið inn í göngunum og að farþegar hafi komist út og slökkvilið Ísafjarðarbæjar hafi getað athafnað sig og sjúkrabílar komist á staðinn og að hægt var að stöðva aðra umferð sem var mikil á föstudegi. Eins og aðstoðarslökkviliðsstjóri komst að orði „að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda ef eldurinn hefði kviknað í einbreiðum göngunum „ Einbreið göng rússnesk rúlletta . Rútan sem brann var í samfloti með fjörum öðrum rútum með alls um 300 farþega og auk þess mikil umferð annara bíla á föstudegi. Það hefði verið óvinnandi vegur að athafna sig í einbreiðum hluta gangnanna ,göngin hefðu fyllst af baneitruðum reyk mikill eldsmatur í klæðningu gangnaveggja og blásturskerfið magnar eldinn og engin flóttaleið. Nei ég held að enginn vilji hugsa þessa hugsun til enda en við þurfum samt að gera það. Getum ekki beðið. Koma þarf inn í samgönguáætlun strax áformum um breikkun einbreiðra ganga og þá hvortveggja Breiðadals og Súgandafjarðarleggsins en ráðmenn hafa ekki barist fyrir því sem skyldi en þessi atburður vekur menn vonandi. Það koma um 200 skemmtiferðarskip til Ísafjarðar ár hvert með þúsundir farþega og miklir farþegaflutningar eru með rútum í skoðunarferðir í hverri viku um svæðið og í gegnum Vestfjarðargöng og ekki síður í gegnum Súgandafjarðarafleggjarann ásamt miklum fiskflutningum. Þú byrgir ekki brunninn eftirá. Þessi alvarlegi atburður kallar á aðgerðir og má ekki verða sópað undir teppið. Hér fá stjórnvöld alvarlega viðvörun um atburði sem hefðu getað orðið hörmulegir ef þeir hefðu gerst nokkrum mínútum fyrr og tækifæri á að áhættuminnka afleiðingar slysa sem geta orðið í stórhættulegum einbreiðum göngum sem eru ólögleg í dag. Strax þarf að gera þær ráðstafanir sem draga úr slysahættu og koma breikkun einbreiðra Vestfjarðargangna á dagskrá í nútíma en ekki í fjarlægri framtíð það getur orðið dýrkeypt. Höfundur er varaþingmaður Suðureyri Súgandafirði.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar