Að taka stjórn á eigin stefnu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. september 2024 13:30 Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar