Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 16:06 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er mótfallinn innrás í Líbanon en fregnir hafa borist af því að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka hann. EPA/ABIR SULTAN Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira