Yazan Tamimi – spegill á sjálfsmynd þjóðar Sema Erla Serdaroglu skrifar 17. september 2024 10:00 Það má segja að sjálfsmynd þjóðar endurspeglist í því hvernig ríkisvaldið kemur fram við fólk sem er í verstu stöðunni til þess að verjast hvers konar ofbeldi og misnotkun og svara fyrir sig þegar brotið er á þeim. Þannig speglast sjálfsmynd Íslendinga meðal annars í móttöku og framkomu gagnvart fólki á flótta. Í speglinum er Yazan Tamimi. Haustið 2017 stóð til að brottvísa tveimur ungum stúlkum á flótta, Hanyie og Mary, frá Íslandi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Almenningi og þingheim misbauð þau örlög stúlknanna, mikil umræða fór fram í samfélaginu og á Alþingi og svo fór að þann 26. september það ár mælti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fyrir bráðabirgðafrumvarpi um breytingar á lögum að útlendingamálum til þess að stöðva þá brottvísun. Þarna dró íslenskt samfélag og þingheimur mörkin. Við sem þjóð komum ekki svona illa fram við börn á flótta. Formenn allra flokka á þingi, að frátöldum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, voru flutningsmenn með frumvarpinu, sem var samþykkt og leiddi til þess að auk Hanyie og Mary fengu tugir flóttabarna vernd á Íslandi. Stuttu seinna var fyrsta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins mynduð og Katrín Jakobsdóttir varð forsætisráðherra þann 30. nóvember 2017, og alla tíð síðan þá hafa mörkin verið að færast til. Síðustu sjö ár hafa íslensk stjórnvöld innleitt harðlínustefnu í málefnum fólks á flótta sem felur fyrst og fremst í sér að takmarka verulega fjölda þeirra sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi, skerða mannréttindi flóttafólks til muna og bjóða því upp á óásættanlegar aðstæður. Vernd fyrir flóttafólk hefur að mestu verið fyrir útvalda hópa sem teljast ásættanlegir hverju sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fjöldi þeirra sem tilheyra ekki þeim hópi en fá vernd er mjög lítill. Við erum reglulega minnt á það að mörkin séu að færast til. Síðustu ár hafa reglulega komið upp mál þar sem almenningi hefur misboðið meðferðin á flóttafólki og þingheimur hefur að hluta til tekið undir. Það varð meðal annars til þess að árið 2019 setti/breytti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, reglugerð um málefni útlendinga. Hið sama gerði síðan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2020. Báðar breytingarnar snéru að alþjóðlegri vernd barna á flótta. Síðan þá hefur meðferð íslenskra stjórnvalda á flóttafólki versnað til muna og erfiðum málum fjölgað. Ríkisofbeldi í garð flóttafólks hefur aukist á sama tíma og málsvörum flóttafólks fer fækkandi, í samfélaginu og á Alþingi. Nokkuð langt er síðan fjöldi fólks hætti að skipta sér af, fór að líta undan í meðvirkni og samþykkja hegðun íslenskra stjórnvalda í garð fólks sem getur illa varist árásum og ofbeldi yfirvalda. Svo vel hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og síðar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekist að afmennska fólk á flótta. Rétt eins og haustið 2017 stöndum við sem samfélag á ákveðnum tímamótum. Mörkin sem sett voru þá eru löngu horfin. Síðustu mánuði hafa íslensk stjórnvöld undirbúið og hótað brottvísun Yazan Tamimi, 11 ára langveiks barns frá Palestínu, þrátt fyrir að öll séu meðvituð um þær lífshættulegu afleiðingar sem brottvísun hefur á Yazan. Afleiðingar sem munu bókstaflega stytta líf barns. Lítið hefur farið fyrir gagnrýni á þessa hrottalegu meðferð á flóttabarni á Alþingi. Hún hefur að mestu verið bundin við einn flokk. Það er þróun sem ætti að hræða okkur öll. Ofbeldi ríkisstjórnar Íslands gegn flóttafólki endurspeglaðist í áður óséðri illsku þegar lögreglan fór inn á hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og fötluð börn aðfaranótt þriðjudagsins 16. september í þeim tilgangi að fremja grimmdarverk í skjóli nætur. Yazan var vakinn og þvingaður upp á Keflavíkurflugvöll þar sem hann og fjölskylda hans var frelsissvipt í átta klukkustundir og beið brottvísunar. Komið var í veg fyrir brottvísun Yazan í þetta skiptið. Þökk sé almenningi í landinu, ekki ráðherrum í ríkisstjórn Íslands. Þeir voru búnir að hafa um sex mánuði til þess að stöðva þessa brottvísun. Sú atburðarás sem fór fram í nótt og í morgun átti aldrei að fara af stað. Líkamlegar, andlegar og sálrænar afleiðingar af þessari meðferð stjórnvalda munu fylgja Yazan og fjölskyldu um ókomna tíð. Við verðum að spyrja okkur, sem einstaklingar og sem hluti af samfélagi, hvernig þetta gat gerst. Svona eigum við ekki að koma fram við börn á flótta og við verðum að spyrja okkur hvers vegna mörkin séu búin að færast svona rosalega mikið til og hvaða ábyrgð hvert og eitt okkar ber. Það á sérstaklega við um valdahafa sem hafa setið aðgerðalausir hjá og mótmæla ekki lengur ómanneskjulegri meðferð íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Sjálfsmynd Íslendinga er brotin í dag. Eina spurningin sem stendur eftir er hvort það verði hægt að líma hana saman. Hvort það sé aftur snúið. Svarið er Yazan Tamimi. Örlög hans eru spegill á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Sema Erla Serdar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það má segja að sjálfsmynd þjóðar endurspeglist í því hvernig ríkisvaldið kemur fram við fólk sem er í verstu stöðunni til þess að verjast hvers konar ofbeldi og misnotkun og svara fyrir sig þegar brotið er á þeim. Þannig speglast sjálfsmynd Íslendinga meðal annars í móttöku og framkomu gagnvart fólki á flótta. Í speglinum er Yazan Tamimi. Haustið 2017 stóð til að brottvísa tveimur ungum stúlkum á flótta, Hanyie og Mary, frá Íslandi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Almenningi og þingheim misbauð þau örlög stúlknanna, mikil umræða fór fram í samfélaginu og á Alþingi og svo fór að þann 26. september það ár mælti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fyrir bráðabirgðafrumvarpi um breytingar á lögum að útlendingamálum til þess að stöðva þá brottvísun. Þarna dró íslenskt samfélag og þingheimur mörkin. Við sem þjóð komum ekki svona illa fram við börn á flótta. Formenn allra flokka á þingi, að frátöldum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, voru flutningsmenn með frumvarpinu, sem var samþykkt og leiddi til þess að auk Hanyie og Mary fengu tugir flóttabarna vernd á Íslandi. Stuttu seinna var fyrsta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins mynduð og Katrín Jakobsdóttir varð forsætisráðherra þann 30. nóvember 2017, og alla tíð síðan þá hafa mörkin verið að færast til. Síðustu sjö ár hafa íslensk stjórnvöld innleitt harðlínustefnu í málefnum fólks á flótta sem felur fyrst og fremst í sér að takmarka verulega fjölda þeirra sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi, skerða mannréttindi flóttafólks til muna og bjóða því upp á óásættanlegar aðstæður. Vernd fyrir flóttafólk hefur að mestu verið fyrir útvalda hópa sem teljast ásættanlegir hverju sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fjöldi þeirra sem tilheyra ekki þeim hópi en fá vernd er mjög lítill. Við erum reglulega minnt á það að mörkin séu að færast til. Síðustu ár hafa reglulega komið upp mál þar sem almenningi hefur misboðið meðferðin á flóttafólki og þingheimur hefur að hluta til tekið undir. Það varð meðal annars til þess að árið 2019 setti/breytti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, reglugerð um málefni útlendinga. Hið sama gerði síðan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2020. Báðar breytingarnar snéru að alþjóðlegri vernd barna á flótta. Síðan þá hefur meðferð íslenskra stjórnvalda á flóttafólki versnað til muna og erfiðum málum fjölgað. Ríkisofbeldi í garð flóttafólks hefur aukist á sama tíma og málsvörum flóttafólks fer fækkandi, í samfélaginu og á Alþingi. Nokkuð langt er síðan fjöldi fólks hætti að skipta sér af, fór að líta undan í meðvirkni og samþykkja hegðun íslenskra stjórnvalda í garð fólks sem getur illa varist árásum og ofbeldi yfirvalda. Svo vel hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og síðar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tekist að afmennska fólk á flótta. Rétt eins og haustið 2017 stöndum við sem samfélag á ákveðnum tímamótum. Mörkin sem sett voru þá eru löngu horfin. Síðustu mánuði hafa íslensk stjórnvöld undirbúið og hótað brottvísun Yazan Tamimi, 11 ára langveiks barns frá Palestínu, þrátt fyrir að öll séu meðvituð um þær lífshættulegu afleiðingar sem brottvísun hefur á Yazan. Afleiðingar sem munu bókstaflega stytta líf barns. Lítið hefur farið fyrir gagnrýni á þessa hrottalegu meðferð á flóttabarni á Alþingi. Hún hefur að mestu verið bundin við einn flokk. Það er þróun sem ætti að hræða okkur öll. Ofbeldi ríkisstjórnar Íslands gegn flóttafólki endurspeglaðist í áður óséðri illsku þegar lögreglan fór inn á hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir langveik og fötluð börn aðfaranótt þriðjudagsins 16. september í þeim tilgangi að fremja grimmdarverk í skjóli nætur. Yazan var vakinn og þvingaður upp á Keflavíkurflugvöll þar sem hann og fjölskylda hans var frelsissvipt í átta klukkustundir og beið brottvísunar. Komið var í veg fyrir brottvísun Yazan í þetta skiptið. Þökk sé almenningi í landinu, ekki ráðherrum í ríkisstjórn Íslands. Þeir voru búnir að hafa um sex mánuði til þess að stöðva þessa brottvísun. Sú atburðarás sem fór fram í nótt og í morgun átti aldrei að fara af stað. Líkamlegar, andlegar og sálrænar afleiðingar af þessari meðferð stjórnvalda munu fylgja Yazan og fjölskyldu um ókomna tíð. Við verðum að spyrja okkur, sem einstaklingar og sem hluti af samfélagi, hvernig þetta gat gerst. Svona eigum við ekki að koma fram við börn á flótta og við verðum að spyrja okkur hvers vegna mörkin séu búin að færast svona rosalega mikið til og hvaða ábyrgð hvert og eitt okkar ber. Það á sérstaklega við um valdahafa sem hafa setið aðgerðalausir hjá og mótmæla ekki lengur ómanneskjulegri meðferð íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Sjálfsmynd Íslendinga er brotin í dag. Eina spurningin sem stendur eftir er hvort það verði hægt að líma hana saman. Hvort það sé aftur snúið. Svarið er Yazan Tamimi. Örlög hans eru spegill á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun