Sjálfbærni er góður „business“ hjá Orkuveitunni Hólmfríður Sigurðardóttir skrifar 17. september 2024 07:46 Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sjálfbærni Jarðhiti Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar