Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 13:32 Guardiola og Haaland fara yfir málin. James Gill - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira