Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Lovísa Arnardóttir skrifar 19. september 2024 09:06 Forstjóri SS segir engan hafa heimild til að breyta uppskriftinni að SS pylsum. Myndir/Aðsendar Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. „Það er enginn sem hefur heimild til að breyta þessari uppskrift. Ekki ég eða ekki neinn,“ segir Steinþór sem fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinþór segir annað geta haft áhrif, eins og tækjabúnað, en að það hafi engin breyting verið á honum heldur.. Hann segir SS hafa framleitt pylsur frá 1908 og að núverandi uppskrift sé óbreytt frá 1930. Steinþór segir engin ný tæki tekin í notkun á síðustu mánuðum, það hafi verið teknir nýir reykskápar í notkun fyrir nokkrum árum. Áður hafi reykur verið framleiddur með bruna en með því fylgi ýmis óholl og óæskileg efni. Þá séu tekin úr reyknum óæskileg efni. Því hafi fyrirtækið fyrir tólf árum skipt í fljótandi reyk. Því sé ólíklegt að reykskáparnir séu að valda því að fólk upplifi breytingu á vörunni. Hann segir auk þess strangt gæðaeftirlit í pylsunum. Til dæmis séu pylsur smakkaðar í hverri lotu áður en þær fara í verslanir og allar pylsur gegnumlýstar með röntgen áður en þær fara í verslanir. Að hluta til þýskt svínakjöt Í innihaldslýsingu SS pylsna kemur fram að í pylsunum sé kinda-, nautgripa- og svínakjöt. Þar kemur einnig fram að kinda- og nautgripakjötið komi frá Íslandi en að svínakjötið komið frá bæði Íslandi og Þýskalandi. Steinþór segir í samtali við fréttastofu ekki líta á það sem breytingu á uppskrift að nota þýskt kjöt. Hann bendir á að innanlands sé svínakjötsskortur og að um 30 prósent svínakjöts sé innflutt kjöt. „Þetta er ekki af því okkur langaði að gera það,“ segir Steinþór og ítrekar að hann líti ekki á það sem breytingu á uppskrift. Ekki sjálfur fengið kvartanir Steinþór segir fyrirtækið vilja vita ef það eru frávik á vörunum og því sé gott að láta vita. Hann hafi ekki sjálfur tekið við neinum kvörtunum vegna pylsnanna. Það sé almennt þannig að fólk hringi annað hvort til að þakka fyrir eða kvarta. Sem dæmi séu margir sem borði 1944 rétti á hverjum degi og hafi sterkar skoðanir á þeim. Steinþór segir það mikla mýtu að réttirnir séu næringarsnauðir og fullir af óæskilegum efnum. „En í rauninni er þetta hollara en það sem þú eldar heima hjá þér því við getum leyft okkur að sous vide elda þetta í umbúðum. Við þurfum ekki að sjóða vöruna upp eins og fólk gerir venjulega. Þetta er hægeldun og því eru engin rotvarnarefni í vörunum,“ segir Steinþór en að undantekningin á því séu saltkjötsbollur en í þeim sé nítrít. Steinþór segir það ekki til umræðu að breyta uppskriftinni að SS pylsum. „Ef þú átt eitthvað fjöregg. Auðvitað er þetta okkar mikilvægasta vara. Þá leikurðu þér aldrei með hana.“ Ómaklega vegið að Þórarni Steinþór skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið um búvörulögin. Hann sagði aðför að Þórarni Inga Péturssyni þingmanni Framsóknarflokksins ómaklega en nokkuð hefur verið fjallað um eignarhlut hans í Búsæld í tengslum við breytingar á búvörulögunum á síðasta þingi. Steinþór segir Íslendinga stundum gleyma því að fámennið á Íslandi er svo mikið að við náum varla í meðalborg í Evrópu. Kjötframleiðendur á Íslandi séu að keppa við vaxandi innflutning frá risafyrirtækjum og framleiðendur hafi hingað til ekki mátt vinna saman eða samræma sig. Ný búvörulög heimili það. „Hún opnar á það og með svipuðum hætti og í mjólkuriðnaðinum. Og hefur sparað um þrjá milljarða á ári,“ segir Steinþór. Bændur og neytendur hafi fengið betri kjör. Hann segir of mörg sláturhús og afurðarstöðvar á íslandi. Kostnaðurinn hverfi ekki og óhagkvæmur kostnaður þýði hærra verð. Hann skilji samt sem áður áhyggjur af því að út frá lögunum myndist „blokk“ sem fari svo að svína á neytendum og bændum. SS sé samt sem áður í eigu og sé stjórnað af bændum og því væri ólíklegt að fyrirtækið færi að svína á bændum Ef þeir ætli að taka snúning á neytendum yrði bara meira flutt inn. „Ég sé ekki þessa hættu,“ segir Steinþór. Hann segir ómaklega vegið að Þórarni Inga. Það séu ekki nógu margir bændur starfandi á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að blaðamaður ræddi við Steinþór um þýskt kjöt í pylsunum. Uppfærð klukkan 10:17 þann 19.9.2024. Sláturfélag Suðurlands Matur Matvælaframleiðsla Alþingi Framsóknarflokkurinn Bítið Þýskaland Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. 4. september 2024 10:14 Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. 11. júlí 2024 16:30 Afnám verndartolla í kjölfar breytinga á búvörulögum Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri. 11. júlí 2024 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
„Það er enginn sem hefur heimild til að breyta þessari uppskrift. Ekki ég eða ekki neinn,“ segir Steinþór sem fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinþór segir annað geta haft áhrif, eins og tækjabúnað, en að það hafi engin breyting verið á honum heldur.. Hann segir SS hafa framleitt pylsur frá 1908 og að núverandi uppskrift sé óbreytt frá 1930. Steinþór segir engin ný tæki tekin í notkun á síðustu mánuðum, það hafi verið teknir nýir reykskápar í notkun fyrir nokkrum árum. Áður hafi reykur verið framleiddur með bruna en með því fylgi ýmis óholl og óæskileg efni. Þá séu tekin úr reyknum óæskileg efni. Því hafi fyrirtækið fyrir tólf árum skipt í fljótandi reyk. Því sé ólíklegt að reykskáparnir séu að valda því að fólk upplifi breytingu á vörunni. Hann segir auk þess strangt gæðaeftirlit í pylsunum. Til dæmis séu pylsur smakkaðar í hverri lotu áður en þær fara í verslanir og allar pylsur gegnumlýstar með röntgen áður en þær fara í verslanir. Að hluta til þýskt svínakjöt Í innihaldslýsingu SS pylsna kemur fram að í pylsunum sé kinda-, nautgripa- og svínakjöt. Þar kemur einnig fram að kinda- og nautgripakjötið komi frá Íslandi en að svínakjötið komið frá bæði Íslandi og Þýskalandi. Steinþór segir í samtali við fréttastofu ekki líta á það sem breytingu á uppskrift að nota þýskt kjöt. Hann bendir á að innanlands sé svínakjötsskortur og að um 30 prósent svínakjöts sé innflutt kjöt. „Þetta er ekki af því okkur langaði að gera það,“ segir Steinþór og ítrekar að hann líti ekki á það sem breytingu á uppskrift. Ekki sjálfur fengið kvartanir Steinþór segir fyrirtækið vilja vita ef það eru frávik á vörunum og því sé gott að láta vita. Hann hafi ekki sjálfur tekið við neinum kvörtunum vegna pylsnanna. Það sé almennt þannig að fólk hringi annað hvort til að þakka fyrir eða kvarta. Sem dæmi séu margir sem borði 1944 rétti á hverjum degi og hafi sterkar skoðanir á þeim. Steinþór segir það mikla mýtu að réttirnir séu næringarsnauðir og fullir af óæskilegum efnum. „En í rauninni er þetta hollara en það sem þú eldar heima hjá þér því við getum leyft okkur að sous vide elda þetta í umbúðum. Við þurfum ekki að sjóða vöruna upp eins og fólk gerir venjulega. Þetta er hægeldun og því eru engin rotvarnarefni í vörunum,“ segir Steinþór en að undantekningin á því séu saltkjötsbollur en í þeim sé nítrít. Steinþór segir það ekki til umræðu að breyta uppskriftinni að SS pylsum. „Ef þú átt eitthvað fjöregg. Auðvitað er þetta okkar mikilvægasta vara. Þá leikurðu þér aldrei með hana.“ Ómaklega vegið að Þórarni Steinþór skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið um búvörulögin. Hann sagði aðför að Þórarni Inga Péturssyni þingmanni Framsóknarflokksins ómaklega en nokkuð hefur verið fjallað um eignarhlut hans í Búsæld í tengslum við breytingar á búvörulögunum á síðasta þingi. Steinþór segir Íslendinga stundum gleyma því að fámennið á Íslandi er svo mikið að við náum varla í meðalborg í Evrópu. Kjötframleiðendur á Íslandi séu að keppa við vaxandi innflutning frá risafyrirtækjum og framleiðendur hafi hingað til ekki mátt vinna saman eða samræma sig. Ný búvörulög heimili það. „Hún opnar á það og með svipuðum hætti og í mjólkuriðnaðinum. Og hefur sparað um þrjá milljarða á ári,“ segir Steinþór. Bændur og neytendur hafi fengið betri kjör. Hann segir of mörg sláturhús og afurðarstöðvar á íslandi. Kostnaðurinn hverfi ekki og óhagkvæmur kostnaður þýði hærra verð. Hann skilji samt sem áður áhyggjur af því að út frá lögunum myndist „blokk“ sem fari svo að svína á neytendum og bændum. SS sé samt sem áður í eigu og sé stjórnað af bændum og því væri ólíklegt að fyrirtækið færi að svína á bændum Ef þeir ætli að taka snúning á neytendum yrði bara meira flutt inn. „Ég sé ekki þessa hættu,“ segir Steinþór. Hann segir ómaklega vegið að Þórarni Inga. Það séu ekki nógu margir bændur starfandi á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að blaðamaður ræddi við Steinþór um þýskt kjöt í pylsunum. Uppfærð klukkan 10:17 þann 19.9.2024.
Sláturfélag Suðurlands Matur Matvælaframleiðsla Alþingi Framsóknarflokkurinn Bítið Þýskaland Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. 4. september 2024 10:14 Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. 11. júlí 2024 16:30 Afnám verndartolla í kjölfar breytinga á búvörulögum Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri. 11. júlí 2024 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. 4. september 2024 10:14
Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. 11. júlí 2024 16:30
Afnám verndartolla í kjölfar breytinga á búvörulögum Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri. 11. júlí 2024 07:01