Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 14:03 Herforingjar Ísrael tilkynntu í dag árásir gegn Hezbollah í suðurhluta Líbanon. Ísraelski herinn Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað felst í þessari aðgerðaáætlun en háværar umræður um mögulega innrás í Líbanon hafa átt sér stað innan stjórnvalda Ísrael á undanförnum dögum. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Fregnir hafa borist af umfangsmiklum loftárásum í Líbanon en þær hófust á öðrum tímanum í dag. Just before #Hezbollah secretary-general is scheduled today to deliver his speech after the exploding pager attack by #Israel, the IDF announces it is now attacking Hezbollah targets in Lebanon to damage and destroy the organization's terrorist capabilities and military… pic.twitter.com/G1zjYGmy4C— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 19, 2024 Herforingjar segja markmið þessara árása að grafa undan hernaðargetu Hezbollah og granda neðanjarðargöngum þeirra og byrgjum. Þannig eigi að gera um sjötíu þúsund Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðurhluta Ísrael kleift að snúa aftur heim. Meðlimir Hezbollah hafa gert tíðar árásir með eldflaugum og drónum á bæi og byggðir í norðanverðu Ísrael. ⭕️The IDF is currently striking Hezbollah targets in Lebanon to degrade Hezbollah’s terrorist capabilities and infrastructure. For decades, Hezbollah has weaponized civilian homes, dug tunnels beneath them and used civilians as human shields—having turned southern Lebanon into…— Israel Defense Forces (@IDF) September 19, 2024 Þessar árásir koma í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í notkun Hezbollah sprungu í loft upp í dag og í gær. Allt að þrjú þúsund manns særðust í þessum sprengingum. Herþotur eru sagðar á flugi yfir Beirút, höfuðborg Líbanon. Israeli jets flying low over Beirut during Hezbollah leader Hassan Nasrallah's speech. pic.twitter.com/yl5077S5G1— Moshe Schwartz (backup) (@MosheReports) September 19, 2024 Í ávarpi sem Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hélt í dag sagði hann mögulegt að kalla árásir síðustu daga stríðsyfirlýsingu. Hann gekk þó ekki svo langt að fullyrða að svo væri. Hann hélt því einnig fram að leiðtogum Hezbollah hefðu borist skilaboð um að þeir ættu að hætta árásum sínum á norðanvert Ísrael. Hann sagði að það yrði ekki gert, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Ísraelar hættu hernaði sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Nasrallah sagðist vonast eftir því að Ísraelar gerðu innrás í suðurhluta Líbanon. Hann hét því að slík innrás myndi ekki hafa þær afleiðingar að áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37
Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. 18. september 2024 11:22