Ef Trump tapar kosningunum… Jun Þór Morikawa skrifar 20. september 2024 09:31 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun