Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Gró Einarsdóttir skrifar 23. september 2024 08:32 Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar