Þegar sorgin bankar upp á Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2024 12:02 Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar