Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 13:54 Mark Robinson var ekki að vegna vel í Norður-Karólínu áður en hann var bendlaður við ýmis umdeild ummæli á spjallþræði klámsíðu. AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu. Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07
Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19
Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16