Nasistaborði í Magdeburg til rannsóknar Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 23:32 Borðinn umræddi þar sem hvatt er til baráttu gegn útlendingum. Merki Magdeburgar í líki þess Stasi-lögreglunnar er fyrir miðju. Mynd/Twitter Þýska knattspyrnusambandið er með til athugunar borða sem stuðningsmenn Magdeburgar voru með til sýnis á leik liðsins við Karlsruhe í þýsku 2. deildinni um helgina. Borðinn er sagður hafa verið af nasískum toga. Liðin tvö gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Magdeburgar í Þýskalandi. Í upphafi leiksins var stór borði til sýnis í heimahluta stúkunnar. Náði borðinn raunar yfir alla stúkuna þar sem blóðheitustu stuðningsmenn félagsins koma saman. Á honum sagði: „Verjið heimalandið frá erlendum fánum – haldið áfram og sýnið enga miskunn (þ. Schützt die Heimat vor fremden Fahnen - schreitet voran und habt kein Erbarmen).“ Á miðju borðans var stórt marki Magdeburgar sem hafði verið hannað í líki Stasi, alríkislögreglunnar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. "Schützt die Heimat vor fremden Fahnen, Schreitet voran und habt kein Erbarmen" sind Zeilen der Nazi-Oi-Band "Rien ne va plus" aus #Magdeburg. Deren Musik erscheint auf dem Label FK-Produktion des Zwickauer Neonazis Claudio Möckel. #fcmksc https://t.co/7K30mRlskl— LSA-rechtsaussen @[email protected] (@LSArechtsaussen) September 22, 2024 Textinn er tilvitnun í texta lags eftir hljómsveitina Rien ne va plus sem kemur frá Magdeburg. Flest lög hljómsveitarinnar eru af svipuðum toga og segir í fréttum þýskra miðla um málið að tónlistarútgefandi í umsjón nýnasistahreyfingar sjái um útgáfu og útbreiðslu tónlistar sveitarinnar. Málið hefur verið tilkynnt til þýska knattspyrnusambandsins. Fulltrúar sambandsins munu ekki tjá sig um málið fyrr en það hefur verið tekið fyrir. Málið er á rannsóknarstigi. Magdeburg sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagði: „Við eigum stöðugt samtal við virka aðdáendur liðsins. Við munum ræða þetta mál opinskátt og með miklum forgangi á næstunni. Eitt er víst: 1. FC Magdeburg stendur skilyrðislaust fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika. Þessi gildi skipta miklu máli. okkur og móta daglegar athafnir okkar.“ Tveir Íslendingar leika fyrir handboltalið Magdeburgar, þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Liðin tvö gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Magdeburgar í Þýskalandi. Í upphafi leiksins var stór borði til sýnis í heimahluta stúkunnar. Náði borðinn raunar yfir alla stúkuna þar sem blóðheitustu stuðningsmenn félagsins koma saman. Á honum sagði: „Verjið heimalandið frá erlendum fánum – haldið áfram og sýnið enga miskunn (þ. Schützt die Heimat vor fremden Fahnen - schreitet voran und habt kein Erbarmen).“ Á miðju borðans var stórt marki Magdeburgar sem hafði verið hannað í líki Stasi, alríkislögreglunnar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. "Schützt die Heimat vor fremden Fahnen, Schreitet voran und habt kein Erbarmen" sind Zeilen der Nazi-Oi-Band "Rien ne va plus" aus #Magdeburg. Deren Musik erscheint auf dem Label FK-Produktion des Zwickauer Neonazis Claudio Möckel. #fcmksc https://t.co/7K30mRlskl— LSA-rechtsaussen @[email protected] (@LSArechtsaussen) September 22, 2024 Textinn er tilvitnun í texta lags eftir hljómsveitina Rien ne va plus sem kemur frá Magdeburg. Flest lög hljómsveitarinnar eru af svipuðum toga og segir í fréttum þýskra miðla um málið að tónlistarútgefandi í umsjón nýnasistahreyfingar sjái um útgáfu og útbreiðslu tónlistar sveitarinnar. Málið hefur verið tilkynnt til þýska knattspyrnusambandsins. Fulltrúar sambandsins munu ekki tjá sig um málið fyrr en það hefur verið tekið fyrir. Málið er á rannsóknarstigi. Magdeburg sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagði: „Við eigum stöðugt samtal við virka aðdáendur liðsins. Við munum ræða þetta mál opinskátt og með miklum forgangi á næstunni. Eitt er víst: 1. FC Magdeburg stendur skilyrðislaust fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika. Þessi gildi skipta miklu máli. okkur og móta daglegar athafnir okkar.“ Tveir Íslendingar leika fyrir handboltalið Magdeburgar, þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira