Tölum um það sem er í boði fyrir ungt fólk Bjarney Rún Haraldsdóttir og Eva Rós Ólafsdóttir skrifa 24. september 2024 09:31 Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar