Munu leggja fram tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2024 08:29 Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 og mun þar reyna að ná saman um tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Kosning um nýjan umboðsmann Alþingis er á dagskrá þingsins í dag. Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 í dag til að ná saman um einstakling sem nefndin mun svo tilnefna við kosningu í embættið. Fjórir hafa sótt um embættið en umboðsmaður er kjörinn á þingfundi. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40