Pabbinn fékk tattú á punginn Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 07:37 David Åhman og Jonathan Hellvig urðu ólympíumeistarar og það hafði sínar afleiðingar fyrir hæstánægðan pabba Åhman. Getty/Instagram Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla. David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny. Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny.
Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira