Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 09:47 Mynd af Helenu sem tekin var úr gervhnetti, áður en auga fellibylsins náði landi í Flórída. AP/NOAA Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024 Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira