Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 13:02 Ísraelskir hermenn á skriðdrekum sínum, nærri landamærum Líbanon. AP/Leo Correa Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. Ísraelskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa gert áhlaup inn í Líbanon til undirbúnings innrásar sem gæti hafist í vikunni. Ávarp Kassem í morgun var það fyrsta frá því Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur í árás á neðanjarðarbyrgi undir nokkrum fjölbýlishúsum í úthverfi Beirút á föstudaginn. Talið er að nokkrir af leiðtogum Hezbollah hafi fallið í árásinni. AP fréttaveitan segir að á undanförnum tíu dögum hafi Ísraelar fellt Nasrallah og að minnsta kosti sex af öðrum leiðtogum Hezbollah en ísraelski herinn hefur varpað gífurlegum fjölda sprengja á Líbanon á þessu tímabili. Margir óbreyttir borgarar eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni þar sem áðurnefnd fjölbýlishús voru jöfnuð við jörðu. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að rúmlega þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á undanförnum tíu dögum. Þá segja yfirvöld að allt að milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín. Fólk sefur undir berum himni víðsvegar um Líbanon. Yfirvöld segja allt að milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.AP/Hassan Ammar Samhliða árásum Ísraela hafa Hezbollah-liðar fjölgað eldflauga- og drónaárásum sínum á Ísrael. Undanfarna viku hefur hundruð eldflauga verið skotið að Ísrael á degi hverjum en flestar þeirra hafa verið skotnar niður eða fallið til jarðar á óbyggðum svæðum. Nokkrir hafa særst í þessum árásum en annars hefur ekkert mannfall orðið í Ísrael frá því tveir hermenn féllu nærri landamærunum þann 19. september. Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Innrás í vændum? Ísraelskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í Líbanon á dögunum og gert nokkur áhlaup á göng Hezbollah í sunnanverðu landinu. Wall Street Journal segir þessi áhlaup undirbúnin fyrir mögulega innrás og að hún gæti hafist í þessari viku. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael um að ekki sé búið að taka lokaákvörðun um innrás. Ísraelar eru taldir hafa gert árás á fjölbýlishúsi í Beirút í morgun.AP/Hussein Malla Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, gaf sterklega til kynna í morgun að innrás Ísraela í Líbanon væri í vændum. Hann ræddi við hermenn í norðanverðu Ísrael í morgun, samkvæmt frétt Times of Israel, og sagði þeim að dauði Nasrallah væri mjög mikilvægt skref. Frekari skref yrðu tekin og að ísraelski herinn myndi gera allt sem í valdi hans væri til að gera áðurnefndum Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðri kleift að snúa aftur. „Ef einhver hinu megin [Hezbollah] skilur ekki hvað það felur í sér, er það allt sem við getum og þið eruð hluti af því. Við treystum ykkur til að gera ná hvaða markmiðum sem er,“ sagði Gallant við hermennina. Gallant birti í morgun myndband af heimsókn sinni til hermannanna. יחד עם לוחמי חטיבה 188 בגבול הצפון - הכוחות מוכנים וערוכים להכות את חיזבאללה בעוצמה.המטרה שלנו ברורה - החזרת תושבי הצפון לבתיהם, נשתמש בכל האמצעים העומדים לרשותנו עבור השגת מטרה זו. pic.twitter.com/JzAzSsiZf3— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) September 30, 2024 Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið gefið til kynna að innrás sé í vændum og hefur hermönnum verið fjölgað í norðurhluta landsins. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hvort af henni verður er þó enn óljóst. Sagði Hezbollah enn öflug Í ávarpi sínu í morgun sagði Kassem Hezbollah-liða tilbúna í átök við Ísraela, jafnvel þó Ísraelar hefðu fellt marga af leiðtogum samtakanna. Nýir leiðtogar hefðu fyllt í skörð þeirra sem hefðu fallið og árásir Ísraela hefðu ekki komið niður á mætti Hezbollah. „Við munum mæta öllum aðgerðum og við erum tilbúnir ef Ísraelar ákveða að gera innrás,“ sagði Kassem, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði að Hezbollah myndi sigra, eins og samtökin hefðu gert árið 2006. Þá áttu sér stað mikil átök milli Ísrael og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna gerðu áhlaup yfir landamærin. Þar felldu þeir þrjá hermenn og tóku tvo höndum og fluttu þá til Líbanon. Meðfylgjandi átök stóðu yfir í 34 daga og ollu gífurlegum skemmdum í Líbanon og mannfalli. Reykur eftir loftárás í Líbanon í morgun, skammt frá landamærum Ísrael.AP/Leo Correa Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, sagði í morgun að her ríkisins væri tilbúinn til að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, um að herinn tryggði að vígamenn Hezbollah væru ekki í sunnanverðu Líbanon, suður af ánni Litani. Umrædd ályktun batt í raun enda á átökin 2006. Samkvæmt ályktuninni mega vígamenn Hezbollah ekki halda til suður af ánni, sem liggur í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Líbanon og Ísrael. Upphafið að endalokum Hezbollah? Hezbollah hefur ekki orðið fyrir álíka mannfalli og á undanförnum dögum frá því samtökin voru stofnuð af leiðtogum byltingarvarðar Írans árið 1982, eftir að Ísrael og Sýrland gerðu innrás í Líbanon í kjölfar borgarastyrjaldar þar. Árásir Ísraela á samtökin, sem hófust á dögunum þegar símboðar sem meðlimir samtakanna notuðu til að taka við skipunum frá leiðtogum þeirra voru sprengdir í loft upp af Ísraelum. Um fjögur þúsund símboðar sprungu samtímis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi og degi síðar sprungu talstöðvar sem Hezbollah-liðar notuðu. Útlit er fyrir að Ísraelar hafi selt Hezbollah símboðana, eftir að sprengjum hafði verið komið fyrir í þeim. Frá því stríðinu 2006 lauk, hafa leiðtogar Hezbollah sankað að sér tugum þúsunda eldflauga og öðrum hergögnum. Vígamenn samtakanna hafa þar að auki tekið þátt í átökum í Sýrlandi og hafa Hezbollah-samtökin um margra ára skeið verið talin gífurlega öflug. Samkvæmt sérfræðingum, sem blaðamaður Washington Post ræddi við, hefur lengi verið talið að Ísraelar hefðu lítinn sem engan áhuga á að hefja önnur átök við samtökin, vegna þess hve öflug þau voru. Útlit er fyrir að leiðtogar Hezbollah hafi ofmetið mátt sinn og vanmetið vilja Ísraela til að ráðast gegn þeim. Ísraelar hafa á einungis tíu dögum grafið verulega undan þeirri ásýnd Hezbollah. Eins og áður segir hafa margir af leiðtogum samtakanna verið felldir og samskiptatæki þeirra sprengd óvænt í loft upp og svo virðist sem Hezbollah geti lítið gert án þess að Ísraelar viti af því. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Einn sérfræðingur sem ræddi við WP segir ólíklegt að Hezbollah muni heyra sögunni til á næstunni. Ólíklegt sé að einhver öfl innan Líbanon hafi geti til að standa gegn þeim. Samtökin muni þó líklega aldrei verða jafn öflug aftur. „Þetta er upphafið að endanum hjá Hezbollah, eins og við höfum þekkt samtökin undanfarna áratugi;“ sagði áðurnefndur sérfræðingur. Framtíð samtakanna veltur þó á því hvað nýir leiðtogar þeirra gera á næstu dögum og vikum og því hvort Ísraelar geri innrás í Líbanon, sem talið er að myndi þétta raðir Hezbollah á nýjan leik. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 29. september 2024 23:00 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52 Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28. september 2024 18:10 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ísraelskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa gert áhlaup inn í Líbanon til undirbúnings innrásar sem gæti hafist í vikunni. Ávarp Kassem í morgun var það fyrsta frá því Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur í árás á neðanjarðarbyrgi undir nokkrum fjölbýlishúsum í úthverfi Beirút á föstudaginn. Talið er að nokkrir af leiðtogum Hezbollah hafi fallið í árásinni. AP fréttaveitan segir að á undanförnum tíu dögum hafi Ísraelar fellt Nasrallah og að minnsta kosti sex af öðrum leiðtogum Hezbollah en ísraelski herinn hefur varpað gífurlegum fjölda sprengja á Líbanon á þessu tímabili. Margir óbreyttir borgarar eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni þar sem áðurnefnd fjölbýlishús voru jöfnuð við jörðu. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að rúmlega þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á undanförnum tíu dögum. Þá segja yfirvöld að allt að milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín. Fólk sefur undir berum himni víðsvegar um Líbanon. Yfirvöld segja allt að milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.AP/Hassan Ammar Samhliða árásum Ísraela hafa Hezbollah-liðar fjölgað eldflauga- og drónaárásum sínum á Ísrael. Undanfarna viku hefur hundruð eldflauga verið skotið að Ísrael á degi hverjum en flestar þeirra hafa verið skotnar niður eða fallið til jarðar á óbyggðum svæðum. Nokkrir hafa særst í þessum árásum en annars hefur ekkert mannfall orðið í Ísrael frá því tveir hermenn féllu nærri landamærunum þann 19. september. Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Innrás í vændum? Ísraelskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í Líbanon á dögunum og gert nokkur áhlaup á göng Hezbollah í sunnanverðu landinu. Wall Street Journal segir þessi áhlaup undirbúnin fyrir mögulega innrás og að hún gæti hafist í þessari viku. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael um að ekki sé búið að taka lokaákvörðun um innrás. Ísraelar eru taldir hafa gert árás á fjölbýlishúsi í Beirút í morgun.AP/Hussein Malla Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, gaf sterklega til kynna í morgun að innrás Ísraela í Líbanon væri í vændum. Hann ræddi við hermenn í norðanverðu Ísrael í morgun, samkvæmt frétt Times of Israel, og sagði þeim að dauði Nasrallah væri mjög mikilvægt skref. Frekari skref yrðu tekin og að ísraelski herinn myndi gera allt sem í valdi hans væri til að gera áðurnefndum Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín í norðri kleift að snúa aftur. „Ef einhver hinu megin [Hezbollah] skilur ekki hvað það felur í sér, er það allt sem við getum og þið eruð hluti af því. Við treystum ykkur til að gera ná hvaða markmiðum sem er,“ sagði Gallant við hermennina. Gallant birti í morgun myndband af heimsókn sinni til hermannanna. יחד עם לוחמי חטיבה 188 בגבול הצפון - הכוחות מוכנים וערוכים להכות את חיזבאללה בעוצמה.המטרה שלנו ברורה - החזרת תושבי הצפון לבתיהם, נשתמש בכל האמצעים העומדים לרשותנו עבור השגת מטרה זו. pic.twitter.com/JzAzSsiZf3— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) September 30, 2024 Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið gefið til kynna að innrás sé í vændum og hefur hermönnum verið fjölgað í norðurhluta landsins. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hvort af henni verður er þó enn óljóst. Sagði Hezbollah enn öflug Í ávarpi sínu í morgun sagði Kassem Hezbollah-liða tilbúna í átök við Ísraela, jafnvel þó Ísraelar hefðu fellt marga af leiðtogum samtakanna. Nýir leiðtogar hefðu fyllt í skörð þeirra sem hefðu fallið og árásir Ísraela hefðu ekki komið niður á mætti Hezbollah. „Við munum mæta öllum aðgerðum og við erum tilbúnir ef Ísraelar ákveða að gera innrás,“ sagði Kassem, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði að Hezbollah myndi sigra, eins og samtökin hefðu gert árið 2006. Þá áttu sér stað mikil átök milli Ísrael og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna gerðu áhlaup yfir landamærin. Þar felldu þeir þrjá hermenn og tóku tvo höndum og fluttu þá til Líbanon. Meðfylgjandi átök stóðu yfir í 34 daga og ollu gífurlegum skemmdum í Líbanon og mannfalli. Reykur eftir loftárás í Líbanon í morgun, skammt frá landamærum Ísrael.AP/Leo Correa Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, sagði í morgun að her ríkisins væri tilbúinn til að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006, um að herinn tryggði að vígamenn Hezbollah væru ekki í sunnanverðu Líbanon, suður af ánni Litani. Umrædd ályktun batt í raun enda á átökin 2006. Samkvæmt ályktuninni mega vígamenn Hezbollah ekki halda til suður af ánni, sem liggur í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Líbanon og Ísrael. Upphafið að endalokum Hezbollah? Hezbollah hefur ekki orðið fyrir álíka mannfalli og á undanförnum dögum frá því samtökin voru stofnuð af leiðtogum byltingarvarðar Írans árið 1982, eftir að Ísrael og Sýrland gerðu innrás í Líbanon í kjölfar borgarastyrjaldar þar. Árásir Ísraela á samtökin, sem hófust á dögunum þegar símboðar sem meðlimir samtakanna notuðu til að taka við skipunum frá leiðtogum þeirra voru sprengdir í loft upp af Ísraelum. Um fjögur þúsund símboðar sprungu samtímis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi og degi síðar sprungu talstöðvar sem Hezbollah-liðar notuðu. Útlit er fyrir að Ísraelar hafi selt Hezbollah símboðana, eftir að sprengjum hafði verið komið fyrir í þeim. Frá því stríðinu 2006 lauk, hafa leiðtogar Hezbollah sankað að sér tugum þúsunda eldflauga og öðrum hergögnum. Vígamenn samtakanna hafa þar að auki tekið þátt í átökum í Sýrlandi og hafa Hezbollah-samtökin um margra ára skeið verið talin gífurlega öflug. Samkvæmt sérfræðingum, sem blaðamaður Washington Post ræddi við, hefur lengi verið talið að Ísraelar hefðu lítinn sem engan áhuga á að hefja önnur átök við samtökin, vegna þess hve öflug þau voru. Útlit er fyrir að leiðtogar Hezbollah hafi ofmetið mátt sinn og vanmetið vilja Ísraela til að ráðast gegn þeim. Ísraelar hafa á einungis tíu dögum grafið verulega undan þeirri ásýnd Hezbollah. Eins og áður segir hafa margir af leiðtogum samtakanna verið felldir og samskiptatæki þeirra sprengd óvænt í loft upp og svo virðist sem Hezbollah geti lítið gert án þess að Ísraelar viti af því. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Einn sérfræðingur sem ræddi við WP segir ólíklegt að Hezbollah muni heyra sögunni til á næstunni. Ólíklegt sé að einhver öfl innan Líbanon hafi geti til að standa gegn þeim. Samtökin muni þó líklega aldrei verða jafn öflug aftur. „Þetta er upphafið að endanum hjá Hezbollah, eins og við höfum þekkt samtökin undanfarna áratugi;“ sagði áðurnefndur sérfræðingur. Framtíð samtakanna veltur þó á því hvað nýir leiðtogar þeirra gera á næstu dögum og vikum og því hvort Ísraelar geri innrás í Líbanon, sem talið er að myndi þétta raðir Hezbollah á nýjan leik.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 29. september 2024 23:00 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52 Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28. september 2024 18:10 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 29. september 2024 23:00
Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52
Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28. september 2024 18:10
Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22