Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 13:13 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á áfengislöggjöfinni. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í kynningu á drögunum í samráðsgátt segir að frumvarpið feli í sér að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum laganna. Um sé að ræða breytingu á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda. Vefverslanir þegar reknar Í lögunum séu nú ekki settar skorður á heimildir einstaklinga til þess að flytja inn áfengi erlendis frá, til dæmis í gegnum vefverslanir, og því hafi slík verslun viðgengist um áratugaskeið á Íslandi. Aftur á móti geri löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það sé starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila. Leyfisskylt og ströng skilyrði um afhendingu Með frumvarpinu sé stefnt að því að heimila sölu áfengis í gegnum innlenda vefverslun og marka fyrirkomulaginu lagalegan ramma, svo sem um hvernig staðið er að leyfisveitingu, hvernig eftirliti skuli háttað og um sölu og afhendingu áfengis sem keypt er. Stefnt sé að því að sama fyrirkomulag muni gilda um afhendingu áfengis sem flutt er inn af einstaklingum og eftir atvikum er keypt í erlendum vefverslunum. Í drögunum er lagt til að nýju ákvæði verði bætt við áfengislög um afhendingu áfengis, hvort sem það er keypt af innlendri vefverslun eða flutt inn af einstaklingi. Þar verði til að mynda mælt fyrir um að óheimilt verði að hafa áfengi til sýnis á afhendingarstað. Mælt verði fyrir um skyldu afhendingaraðila til að láta viðtakanda færa sönnur á aldur sinn. Í ljósi þess að afhending áfengis geti farið fram á mismunandi hátt sé lagt til að gerðar verði strangar kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda. Sé ekki farið að þessum fyrirmælum kunni það að leiða til viðurlaga fyrir leyfishafa auk mögulegrar refsiábyrgðar hans og þess sem afhendir. Hvorki á sunnudögum né seint á kvöldin Þá verði mælt fyrir um að óheimilt verði að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um frið vegna helgihalds, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. Helgidagar Þjóðkirkjunnar eru sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá klukkan 18, jóladagur og annar dagur jóla. Ráðherra skuli setja reglugerð sem kveður nánar á um fyrirkomulag með afhendingu áfengis, þar með talið um þann tíma dags sem heimilt yrði að afhenda áfengi til að stemma stigu við því að áfengi sé pantað síðla kvölds og afhent skömmu síðar.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira