Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar 2. október 2024 16:02 Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar