Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar 4. október 2024 11:00 Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marinó G. Njálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið Ég hef í nokkur ár verið að dunda mér við, að kortleggja svona ”ófyrirséða, einstaka” atburði og reyna að átta mig á því hvar þeir gætu átt sér stað. Ég skipti landinu í 119 svæði og skoðaði hvaða áhrif 130 mismunandi atburðir gætu haft á hverju svæði. Svæðin byggja á sveitarfélagaskipan landsins og skiptast í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðir, eftir því sem við á innan hvers sveitarfélags. 130 atburðir er örugglega ekki tæmandi listi yfir það sem þyrfti að skoða, en dugar líklega vel til að fá stóru myndina. Fyrir hver atburð hef ég síðan metið afleiðingar sem líklegt/hugsanlegt er að hann geti valdið á hverju svæði miðað við að atburðurinn eigi sér stað innan eðlilegra tímamarka að teknu tilliti til eðli hans. Þannig eru sumar náttúruvár þess eðlis, að þó þær hendi mjög sjaldan, þá eru afleiðingarnar mjög miklar. Skalinn sem ég vinn með, er frá 0 (ólíklegt að af atburði verði eða hann eigi ekki við og því engar afleiðingar) upp í 5 (afleiðingarnar eru mjög miklar fyrir lífsgæði íbúa, þó tímabundið gæti verið). Dæmi um atburði með 0 eru áhrif af stíflurofi, þar sem ekki er stífla, vor- eða sumarhret á höfuðborgarsvæðinu, eldgos og áhrif þeirra á Vestfjörðum og jarðskjálftar á Austfjörðum. Dæmi um atburði með 5 eru eldgos og jarðskjálftar í Hafnarfirði (ath. að Krýsuvík tilheyrir Hafnarfirði), hraunrennsli í óbyggðum Þingeyjarsveitar, kuldatíð með miklum langvarandi kulda um nánast allt Norðurland, langvarandi rafmagnsleysi (á við nánast öll svæði) og aðgangur að neysluvatni (á við nánast öll svæði). Hafa skal varann á, að eingöngu er um mitt mat að ræða og þó þekking mín á áhættustjórnun sé mikil, þá þarf að hver aðili fyrir sig, að endurmeta sínar tölur. Þó það liggi áhemju vinna að baki, þá vil ég gefa þeim sveitarfélögum, sem þess óska, aðgang að þessu brölti mínu án nokkurra skuldbindinga eða kostnaðar. Ég legg vara við, að þetta er aðeins fyrsti hluti af mun umfangsmeiri vinnu, sem ég er að sjálfsögðu tilbúinn að koma að (og er raunar byrjaður á í hjáverkum). Nánari upplýsingar er að finna hér: Sveitarfélög – Áhættumat og áfallaþol Eftir að búið er að bera kennsl á mögulega atburði innan hvers svæðis og hugsanlegar afleiðingar, þá þarf að meta líkur á atburði og út frá því áhættuna sem honum fylgir. Áhættuna þarf að meðhöndla sem hægt er að gera með ýmsu móti, styðja við viðbragðsaðila með skjölum, ferlum, viðbragðsáætlunum, neyðaráætlunum, rýmingaráætlunum, tólum og tækjum o.s.frv. Hægt er að læra mikið af reynslu Grindvíkinga, en líka Siglfirðinga, Seyðfirðinga, Norðfirðinga, Vestmannaeyinga og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að takast á við ólík, en alvarleg áföll. Hættum að líta á meinta „einstaka“ atburði sem eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Sýnum fyrirhyggju, höfum uppi forvarnir og vaktanir og verum svo tilbúin, þegar atburðir verða. Það nefnilega reddast ekki allt alltaf. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi, netöryggi, persónuvernd og áhættustjórnun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar