„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 17:16 Guðrún segist fagna því að gagnrýnendur frumvarpsdraganna vilji sjá meira frelsi heldur en minna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún. Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún.
Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13