Kýld niður í kjördæmaviku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. október 2024 09:33 „Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar