Fjárfesting í þágu barna Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 7. október 2024 17:39 Fjárfesting í leikskólakennurum er fjárfesting í þágu barna. Það er ekki nóg að byggja leikskóla víða um land til að brúa bilið frá fæðingarorlofi að leikskóladvöl ef ekki fæst fagmenntað fólk til starfa. Baráttan fyrir bættum kjörum er alltaf til að efla skólastarfið með þarfir barna í fyrirrúmi og til að tryggja ánægt fagfólk. Launakjör eru þar lykilþáttur því til að geta valið bestu sérfræðingana til starfa þurfa launin að vera samkeppnishæf. Virðing fyrir leikskólastarfi kemur ekki fyrr en þau sem stjórna leggja línurnar og sýna í orði og athöfnum að tryggja þarf besta fagfólkið til að starfa með því dýrmætasta sem við eigum. Fyrir það verður að greiða sanngjörn laun. Með því er verið að viðurkenna mikilvægi stéttarinnar, sýna starfsfólki, en fyrst og fremst börnum, að borin er virðing fyrir þeim og þeirra uppeldis- og námsumhverfi. Getum við virkilega ekki komist þangað? Nú eru kennarar enn einu sinni samningslausir og lítill vilji til samninga af hálfu sveitarfélaga. Því er það gömul saga og ný að kjaradeilan er komin á borð ríkissáttasemjara. Árið 2016 voru gerðar breytingar á lífeyrisréttindum opinbers starfsfólks og um leið samkomulag milli opinberra launagreiðenda (ríki og sveitarfélög) og BHM, BSRB og KÍ um jöfnun launa milli markaða. Þá var talað um að eftir sex til tíu ár yrði ekki kerfislægur og ómálefnalegur launamunur milli markaða. Sem mætti útleggja svo að laun kennara, sem eru sérfræðingar í námi og kennslu barna, væru þá orðin til jafns við laun annarra sérfræðinga á markaði. Um leið voru lífeyrisréttindi kennarastéttarinnar skert. Síðan eru liðin átta ár og ekkert bólar á efndum. Hvernig má það vera að sí og æ sé kennarastéttin dregin á asnaeyrunum þegar kemur að launum? Kennarar sem eru sérfræðingar og sinna því dýrmætasta í hverju samfélagi. Til að leggja áherslu á launaumhverfi sérfræðinga í kennarastörfum var nefna að kaupmáttarbreyting grunntímakaups félagsfólks KÍ sem starfar hjá sveitarfélögum var um 7,5% á tímabilinu 2019 - 2024. Á sama tíma voru sambærilegar breytingar hjá félagsfólki BSRB tæp 20%. Þá voru grunnlaun sérfræðinga í fræðslustarfsemi (kennarar) 725 þús. kr. árið 2023 á meðan sérfræðingar á almennum markaði voru að meðaltali með 1.083 þús. kr. í laun á mánuði eða 49% fyrir ofan meðallaun sérfræðinga sem vinna í fræðslustarfsemi. Þetta gera 358 þús.kr mun á mánuði eða tæpar 4,3 milljónir króna á ári á milli mismunandi sérfræðinga með sambærilega menntun. Það er semsagt langt í land með að laun sérfræðinga í fræðslustarfsemi séu til jafns á við laun annarra sérfræðinga á markaði. Leikskólastigið, sem er hið fyrsta skólastig samkvæmt lögum, er oft í umræðunni vegna skorts á leikskólaplássum og mönnunarvanda. Minna fer fyrir umræðu um nauðsyn þess mikilvæga starfs sem þar fer fram og þar er sannarlega af nógu að taka þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka. Það er í raun ótrúlegt að hægt hafi verið að manna leikskóla miðað við viðvarandi skort á leikskólakennurum. Það hefur verið gert með ófaglærðu starfsfólki sem á heiður skilinn fyrir að stökkva inn í þetta mikilvæga starf, sum hafa átt þar farsælan feril meðan önnur heltast úr lestinni því starfið og umhverfið allt er krefjandi og ekki á hvers manns færi. Staðreyndin er sú að ekkert leikskólastarf ætti að vera án sérfræðinga í leikskólastarfi. Ef við myndum aðeins manna leikskóla með leikskólakennurum og veittum ekki undanþágur frá leyfisbréfi þyrfti að loka starfsemi margra leikskóla og skerða starfsemi annarra. Í slíkri stöðu fengju aðeins 4 - 5 ára börn leikskólapláss og meira að segja alls ekki öll fjögurra ára börn. Þetta er auðvitað ótækt í samfélagi sem kennir sig við jafnrétti og vill styðja foreldra til atvinnuþátttöku og/eða til náms. Nú er um fjórðungur kennara í leikskólum með réttindi sem slíkir. Samkvæmt lögum (95/2019) eiga að lágmarki ⅔ hlutar kennara í leikskóla að vera með leyfisbréf en afar illa gengur að uppfylla þau skilyrði og skyldi engan undra í samfélagi þar sem lítil virðing er borin fyrir leikskólastiginu og kjör sérfræðinga í leikskólafræðum hafa dregist langt aftur úr öðrum sérfræðistéttum. Þó að til einhverra aðgerða hafi verið gripið til þess að laða fleiri að í nám í leikskólafræðum er ljóst að á þeim tólf árum, frá því fyrsta aðgerðaráæltunin til eflingar leikskólastigsins leit dagsins ljós, er ennþá langt í land og enn við svipaðar áskoranir að etja eins og sjá má í skýrslu Menntamálaráðuneytisins um styrkingu leikskólastigsins. Ótal fleiri skýrslur og greinargerðir um leikskólastigið og áskoranir þess hafa litið dagsins ljós bæði hjá ríki og sveitarfélögum en ekkert hefur gengið að bregðast við því sem þær benda á. Kannanir á meðal fagfólks leikskóla sem og rannsóknir erlendis frá bera allar að sama brunni. Það er að fjölga verði kennurum í leikskólum, fækka börnum á hvern kennara, auka rými á hvert barn og í raun endurskoða allt starfsumhverfi leikskóla. Námsumhverfi barna hefur nefnilega tekið miklum breytingum, barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari, kröfur aukast og því þarf svigrúm til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir. Við viljum öll heilbrigðismenntað starfsfólk í heilbrigðiskerfinu hvers vegna er ekki sama áhersla á kennaramenntað starfsfólk í menntakerfinu? Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Vinstri græn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Fjárfesting í leikskólakennurum er fjárfesting í þágu barna. Það er ekki nóg að byggja leikskóla víða um land til að brúa bilið frá fæðingarorlofi að leikskóladvöl ef ekki fæst fagmenntað fólk til starfa. Baráttan fyrir bættum kjörum er alltaf til að efla skólastarfið með þarfir barna í fyrirrúmi og til að tryggja ánægt fagfólk. Launakjör eru þar lykilþáttur því til að geta valið bestu sérfræðingana til starfa þurfa launin að vera samkeppnishæf. Virðing fyrir leikskólastarfi kemur ekki fyrr en þau sem stjórna leggja línurnar og sýna í orði og athöfnum að tryggja þarf besta fagfólkið til að starfa með því dýrmætasta sem við eigum. Fyrir það verður að greiða sanngjörn laun. Með því er verið að viðurkenna mikilvægi stéttarinnar, sýna starfsfólki, en fyrst og fremst börnum, að borin er virðing fyrir þeim og þeirra uppeldis- og námsumhverfi. Getum við virkilega ekki komist þangað? Nú eru kennarar enn einu sinni samningslausir og lítill vilji til samninga af hálfu sveitarfélaga. Því er það gömul saga og ný að kjaradeilan er komin á borð ríkissáttasemjara. Árið 2016 voru gerðar breytingar á lífeyrisréttindum opinbers starfsfólks og um leið samkomulag milli opinberra launagreiðenda (ríki og sveitarfélög) og BHM, BSRB og KÍ um jöfnun launa milli markaða. Þá var talað um að eftir sex til tíu ár yrði ekki kerfislægur og ómálefnalegur launamunur milli markaða. Sem mætti útleggja svo að laun kennara, sem eru sérfræðingar í námi og kennslu barna, væru þá orðin til jafns við laun annarra sérfræðinga á markaði. Um leið voru lífeyrisréttindi kennarastéttarinnar skert. Síðan eru liðin átta ár og ekkert bólar á efndum. Hvernig má það vera að sí og æ sé kennarastéttin dregin á asnaeyrunum þegar kemur að launum? Kennarar sem eru sérfræðingar og sinna því dýrmætasta í hverju samfélagi. Til að leggja áherslu á launaumhverfi sérfræðinga í kennarastörfum var nefna að kaupmáttarbreyting grunntímakaups félagsfólks KÍ sem starfar hjá sveitarfélögum var um 7,5% á tímabilinu 2019 - 2024. Á sama tíma voru sambærilegar breytingar hjá félagsfólki BSRB tæp 20%. Þá voru grunnlaun sérfræðinga í fræðslustarfsemi (kennarar) 725 þús. kr. árið 2023 á meðan sérfræðingar á almennum markaði voru að meðaltali með 1.083 þús. kr. í laun á mánuði eða 49% fyrir ofan meðallaun sérfræðinga sem vinna í fræðslustarfsemi. Þetta gera 358 þús.kr mun á mánuði eða tæpar 4,3 milljónir króna á ári á milli mismunandi sérfræðinga með sambærilega menntun. Það er semsagt langt í land með að laun sérfræðinga í fræðslustarfsemi séu til jafns á við laun annarra sérfræðinga á markaði. Leikskólastigið, sem er hið fyrsta skólastig samkvæmt lögum, er oft í umræðunni vegna skorts á leikskólaplássum og mönnunarvanda. Minna fer fyrir umræðu um nauðsyn þess mikilvæga starfs sem þar fer fram og þar er sannarlega af nógu að taka þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka. Það er í raun ótrúlegt að hægt hafi verið að manna leikskóla miðað við viðvarandi skort á leikskólakennurum. Það hefur verið gert með ófaglærðu starfsfólki sem á heiður skilinn fyrir að stökkva inn í þetta mikilvæga starf, sum hafa átt þar farsælan feril meðan önnur heltast úr lestinni því starfið og umhverfið allt er krefjandi og ekki á hvers manns færi. Staðreyndin er sú að ekkert leikskólastarf ætti að vera án sérfræðinga í leikskólastarfi. Ef við myndum aðeins manna leikskóla með leikskólakennurum og veittum ekki undanþágur frá leyfisbréfi þyrfti að loka starfsemi margra leikskóla og skerða starfsemi annarra. Í slíkri stöðu fengju aðeins 4 - 5 ára börn leikskólapláss og meira að segja alls ekki öll fjögurra ára börn. Þetta er auðvitað ótækt í samfélagi sem kennir sig við jafnrétti og vill styðja foreldra til atvinnuþátttöku og/eða til náms. Nú er um fjórðungur kennara í leikskólum með réttindi sem slíkir. Samkvæmt lögum (95/2019) eiga að lágmarki ⅔ hlutar kennara í leikskóla að vera með leyfisbréf en afar illa gengur að uppfylla þau skilyrði og skyldi engan undra í samfélagi þar sem lítil virðing er borin fyrir leikskólastiginu og kjör sérfræðinga í leikskólafræðum hafa dregist langt aftur úr öðrum sérfræðistéttum. Þó að til einhverra aðgerða hafi verið gripið til þess að laða fleiri að í nám í leikskólafræðum er ljóst að á þeim tólf árum, frá því fyrsta aðgerðaráæltunin til eflingar leikskólastigsins leit dagsins ljós, er ennþá langt í land og enn við svipaðar áskoranir að etja eins og sjá má í skýrslu Menntamálaráðuneytisins um styrkingu leikskólastigsins. Ótal fleiri skýrslur og greinargerðir um leikskólastigið og áskoranir þess hafa litið dagsins ljós bæði hjá ríki og sveitarfélögum en ekkert hefur gengið að bregðast við því sem þær benda á. Kannanir á meðal fagfólks leikskóla sem og rannsóknir erlendis frá bera allar að sama brunni. Það er að fjölga verði kennurum í leikskólum, fækka börnum á hvern kennara, auka rými á hvert barn og í raun endurskoða allt starfsumhverfi leikskóla. Námsumhverfi barna hefur nefnilega tekið miklum breytingum, barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari, kröfur aukast og því þarf svigrúm til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir. Við viljum öll heilbrigðismenntað starfsfólk í heilbrigðiskerfinu hvers vegna er ekki sama áhersla á kennaramenntað starfsfólk í menntakerfinu? Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar