Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 14:33 Íslenskir varnarliðsmenn gætu hlotið þjálfun hjá norska hernum, að sögn Ágústu Ágústsdóttur, varaþingmanns Miðflokksins. Vísir Skoða ætti kosti þess að stofna íslenskt varnarlið sem hefði hernaðarlega þjálfun, að mati varaþingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Dýrmætt væri fyrir þjóðina að Íslendingar gætu gengið í norska herinn til þess að fá þjálfun og reynslu. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu. Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu.
Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira