„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 16:15 Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur á lofti á æfingu íslenska landsliðins í Kaplakrika. VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sjá meira
Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn
Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sjá meira