„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 08:02 Jóhann Berg í baráttunni gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í síðasta landsleikjaglugga Vísir/Hulda Margrét „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira