Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar 11. október 2024 13:01 Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun