Teknó baróninn á Radar á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:02 Dave Clarke er 56 ára gamall og ólst upp í Bretlandi. Mynd/Beatrice Photography Bresti tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dave Clarke kemur fram á Radar ásamt víetnamska plötusnúðinum DJ Chica um helgina. „Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02
Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00
Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08