Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 09:25 Orri Óskarsson átti mjög góðan leik í gærkvöld en stór mistök íslenska liðsins í fyrri hálfleik komu liðinu í erfiða stöðu. vísir/Anton Kára Árnasyni er sjálfsagt farið að líða eins og rispaðri plötu í gagnrýni sinni á íslenska landsliðið í fótbolta því hann segir vandamálið sífellt það sama; gríðarlegan mun á milli hálfleikja. Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru að vanda sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Wales fékk nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en Ísland hafði algjöra yfirburði allan seinni hálfleik og varamaðurinn Logi Tómasson jafnaði metin með tveimur mörkum. „Þetta er sagan endalausa, undir stjórn Åge. Þetta er búið að vera oft mjög gott, einn hálfleikur, og við höfum talað um það oft. En aldrei náum við að tengja saman níutíu góðar mínútur,“ sagði Kári á Laugardalsvelli í gærkvöld. Brot úr umfjölluninni má sjá hér að neðan. „Munurinn á liðinu í fyrri og seinni hálfleik… þetta er frekar sjokkerandi. Að þeir geti spilað svona og líka breytt því svona í hálfleik og komið út með þessari ákefð. Auðvitað gerir hann breytingar og Mikael Egill gerir gríðarlega vel. Við fáum mikinn hraða og mikla ákefð úr hans pressu. Hann fær tvo færi og það gefur okkur blóð á tennurnar. Svo klárar Logi þetta. En það er bara allt annað að sjá liðið,“ sagði Kári. Craig Bellamy, þjálfari Wales, vill að sitt lið haldi boltanum sem mest en Kári var undrandi á því að liðið skyldi ekki breyta til í seinni hálfleiknum, miðað við hvernig hann þróaðist: „Mér finnst í raun galið að Wales haldi áfram að spila út frá markmanni því þeir enda hvort sem er alltaf á að gefa langt. Þeir spila sig í eitthvað öngstræti og negla boltanum svo fram. Spila þetta algjörlega upp í hendurnar á okkur.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru að vanda sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Wales fékk nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en Ísland hafði algjöra yfirburði allan seinni hálfleik og varamaðurinn Logi Tómasson jafnaði metin með tveimur mörkum. „Þetta er sagan endalausa, undir stjórn Åge. Þetta er búið að vera oft mjög gott, einn hálfleikur, og við höfum talað um það oft. En aldrei náum við að tengja saman níutíu góðar mínútur,“ sagði Kári á Laugardalsvelli í gærkvöld. Brot úr umfjölluninni má sjá hér að neðan. „Munurinn á liðinu í fyrri og seinni hálfleik… þetta er frekar sjokkerandi. Að þeir geti spilað svona og líka breytt því svona í hálfleik og komið út með þessari ákefð. Auðvitað gerir hann breytingar og Mikael Egill gerir gríðarlega vel. Við fáum mikinn hraða og mikla ákefð úr hans pressu. Hann fær tvo færi og það gefur okkur blóð á tennurnar. Svo klárar Logi þetta. En það er bara allt annað að sjá liðið,“ sagði Kári. Craig Bellamy, þjálfari Wales, vill að sitt lið haldi boltanum sem mest en Kári var undrandi á því að liðið skyldi ekki breyta til í seinni hálfleiknum, miðað við hvernig hann þróaðist: „Mér finnst í raun galið að Wales haldi áfram að spila út frá markmanni því þeir enda hvort sem er alltaf á að gefa langt. Þeir spila sig í eitthvað öngstræti og negla boltanum svo fram. Spila þetta algjörlega upp í hendurnar á okkur.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01
Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45
Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07
Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31