Ósáttur við ósamræmið og segir Skandinavíu í herferð gegn VAR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 22:08 Åge Hareide skilur ekki afhverju dómarinn var ekki sendur í skjáinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var enn ósáttur með dómgæsluna er hann mætti á blaðamannafund eftir 4-2 tap liðsins gegn Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58