Bráðamóttaka LSH Þorbjörn Valur Jóhannsson skrifar 16. október 2024 08:03 Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar