Ert þú ég eða verð ég þú Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar 18. október 2024 13:02 Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun