Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 09:19 Jón Gunnarsson (t.v.) og Bjarni Benediktsson (t.h.) hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í átta ár. Nú verður Jón ekki lengur í framboði fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira