Að notast við kerfi sem er komið að þolmörkum er eins og að mjólka möndlu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 22. október 2024 08:31 Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun