Óneitanlega óhugnanlegt að horfast í augu við ljón Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. október 2024 20:01 Vörumerkjastjórinn Gyða Dröfn er nýkomin heim úr mikilli ævintýraferð til Afríku. Aðsend Vörumerkjastjórinn og lífskúnstnerinn Gyða Dröfn starfar hjá Ölgerðinni og fer svo í ævintýraleg frí á ári hverju. Hún er nýkomin heim frá Afríku og ræddi við blaðamann um þá einstöku ferð. Hefur þú alltaf verið haldin ævintýraþrá? Fyrst og fremst hef ég alltaf verið alveg ofboðslega forvitin, og forvitnin hefur verið mikill drifkraftur í mínu lífi. Upphafið af ævintýraþránni var þegar ég uppgötvaði google maps þegar ég var unglingur. Ég eyddi þá ófáum klukkutímum í að skoða mismunandi staði á hnettinum í gegnum google maps, því ég var svo ótrúlega forvitin að vita hvernig umhverfið væri annars staðar á hnettinum. Ég man sérstaklega eftir því að hafa grandskoðað hverja einustu götu í Dubai og þykja það alveg ofboðslega framandi. Eftir því sem ég varð eldri og fór að ferðast hefur ævintýraþráin svo bara aukist og ég held að það sé ekkert land í heiminum sem ég væri ekki til í að heimsækja! Gyða hefur verið heilluð af ferðalögum frá unglingsaldri.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við ferðalög? Það er eiginlega að svala forvitninni og sjá hvernig lífi fólk lifir annars staðar í heiminum. Ég legg mig fram við að tala við innfædda á ferðalögum og reyna að skyggnast inn í þeirra líf. Það er margt sem maður getur lært af því að hlusta á sögur af lífi annars staðar á hnettinum og maður kemur alltaf heim reynslunni ríkari og með nýja sýn á hlutina sem mér finnst ómetanlegt. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Ert þú dugleg að ferðast um heiminn og hvert fórstu í ár? Já, ég og Heiðar unnusti minn erum dugleg að ferðast en seinustu ár höfum við farið í fjögurra til fimm vikna ferð á haustin og reynum að velja alltaf nýtt land eða lönd í hvert skipti. Mér finnst þetta ansi góð hefð og eitt er víst að það er nóg af löndum til að heimsækja og upplifa! Í ár fórum við í alveg stórkostlegt ferðalag um Afríku, þar sem við heimsóttum Suður-Afríku, Namibíu og Tansaníu. Þetta var í fyrsta skipti sem við ferðuðumst til þessarar heimsálfu en hún hefur heillað mig mjög lengi. Gyða er reynslunni ríkari eftir fjölmörg ferðalög og naut þess eindregið að heimsækja Suður-Afríku. Aðsend Varst þú búin að vera lengi að skipuleggja þetta? Já þessi ferð er búin að vera á óskalistanum í nokkur ár en upphaflega ætluðum við í hana í fyrra. Við hættum hins vegar við í fyrra þar sem ég hafði gefið mér of stuttan tíma í skipulagningu og komst um leið að því að maður þarf að gefa sér góðan tímaramma ef maður ætlar að skipuleggja sjálfur ferð til landa í Afríku. Svo í ár byrjaði ég snemma og lagði mikla vinnu í að skipuleggja okkar fullkomnu ferð, sem skilaði sér heldur betur! Gyða mælir með því að byrja snemma að skipuleggja ferðalög sem þessi og undirbúa sig vel.Aðsend Hvað stendur upp úr frá þessari ferð? Ó vá svo margt! Eitt af því sem stóð hvað mest upp úr var að fara í safarí en þetta var okkar fyrsta skipti og ég hefði ekki trúað því hvað það var mikil upplifun. Við fórum bæði í Suður-Afríku og Tansaníu og sáum fjöldann allan af villtum dýrum. Það er eitthvað svo ólýsanlegt að sjá öll þessi dýr í sínu náttúrulega umhverfi og horfast í augu við þau, heyra hljóðin og finna fyrir nærveru þeirra. Annað sem stendur upp úr var að upplifa ótrúlegt landslag eyðimerkurinnar í Namibíu, en við heimsóttum eyðimerkuröldurnar í Sossusvlei og uppþornuðu trén í Deadvlei. Tilfinningin að vera þar var eins og að vera stödd á annarri plánetu! Gyða segir Deadvlei hafa verið eins og önnur pláneta.Aðsend Var eitthvað sem kom óvænt upp í ferðinni ? Ekkert stórvægilegt! Við vorum reyndar rænd í Namibíu og flugvélin sem við áttum að fljúga með innanlands í Tansaníu bilaði á seinustu stundu þegar við vorum komin um borð. Það tókst á endanum að laga flugvélina og við komumst á leiðarenda en fundum aldrei þjófinn eða þýfið því miður. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Varstu einhvern tíma hrædd? Ég ætla ekkert að ljúga því að þegar maður horfist í augu við ljón eða hlébarða af stuttu færi, þá rennur manni alveg kalt vatn milli skinns og hörunds! En á sama tíma er þetta svo mögnuð upplifun, og maður er öruggur í safarí bílnum svo ég var ekki beint hrædd. Gyða tók stórkostlegar myndir á ferðalagi sínu og þar á meðal þessa þar sem hún var í stuttu færi við ljónin.Aðsend Það var líka áhugavert að gista í kúlutjaldi inni í Serengeti þjóðgarðinum og heyra í ljónum og fílum í fjarska fyrir utan. En aftur þá yfirgnæfði upplifunin hræðsluna og mér fannst svo ótrúlegt að fá að upplifa þetta að ég gleymdi eiginlega að vera hrædd! View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Hvað er þitt besta ferða ráð? Eitt af því sem ég geri gjarnan þegar ég bóka gististað er að leita bæði á bókunarsíðum og einnig beint hjá hótelinu sjálfu eftir besta verðinu. Ansi oft er hægt að fá betri díl þegar maður bókar beint hjá hótelinu eða betra herbergi á sama verði. Annað gott ráð er að pakka alltaf því sem þú þarft fyrir næstu tvo til þrjá daga í handfarangur sem getur sparað mikil vandræði ef að taskan skyldi týnast. Seinasta ráðið mitt er að leita sér að eins miklum upplýsingum og þú mögulega getur um áfangastaðinn fyrir ferðina. Hvernig er rafmagnið á áfangastað? Þarf ég vegabréfsáritun, einhver skjöl, bólusetningar? Gjaldmiðill, tungumál, hefðbundinn klæðnaður, siðir og venjur? Það hefur svo oft bjargað mér að vera búin að undirbúa mig og hafa hluti meðferðis sem maður þarf og getur stundum verið erfitt að nálgast á áfangastað. Gyða að taka myndir af ævintýrunum.Aðsend Hvað er mikilvægast að pakka og lumarðu á góðum pökkunar-ráðum fyrir löng ferðalög? Hleðslubanki hefur verið mjög ómissandi á mínum ferðalögum, en kannski vegna þess að ég tek myndir af öllu og batteríið á símanum klárast fljótt. Ég er alltaf með fullhlaðinn hleðslubanka á mér, því ef maður lendir í einhverju er líka nauðsynlegt að vera með hlaðinn síma og geta leitað sér upplýsinga. Mér finnst ómissandi þegar ég pakka að nota annaðhvort pökkunarkubba (e. packing cubes), eða þá netapoka eins og maður notar í þvottavél til að aðskilja hluti í ferðatöskunni. Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að pakka létt (því miður), svo það hjálpar ótrúlega að það sé eitthvað skipulag ofan í töskunni og maður er mun fljótari að finna það sem maður leitar að. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Hver er uppáhalds áfangastaðurinn sem þú hefur heimsótt hingað til? Ég get ómögulega valið einn, þar sem svo margir staðir standa upp úr af mismunandi ástæðum! Serengeti þjóðgarður í Tansaníu var einhver magnaðasta upplifun lífs míns og það er erfitt að toppa náttúrufegurðina og snorklið í Filippseyjum. Ég hef aldrei borðað jafn góðan mat og í Japan, þó að Taíland komist ansi nálægt, og menningin og orkan á Balí er töfrandi og eitthvað sem ég vildi að allir fengju að upplifa. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Annað sem þú vilt taka fram? Mig langar bara að hvetja þá sem eru áhugasamir og langar að ferðast á nýja staði til að láta verða af því! Það er oft svo margt sem maður getur látið stoppa sig, löng flug, öðruvísi umhverfi en maður er vanur, framandi menningarheimar, skipulagning og margt fleira. En oft snýst þetta um að bara láta vaða og reyna að finna lausn á því sem stoppar mann. Það eru til svo ótrúlega margar leiðir til að ferðast og Internetið er fullt af upplýsingum. Það gengur ekki alltaf allt upp en ég hef alltaf komið ríkari heim úr ferðalögum. Ekki peningalega séð auðvitað en með ómetanlega reynslu og fullan minningabanka. Eitt af því sem ég hef lært af reynslunni er að það sem fyrir fram manni finnst mest stressandi að gera endar eiginlega alltaf á því að verða bestu minningarnar. Gott dæmi úr þessari ferð er tjaldútilegan í Serengeti, við vorum mjög stressuð fyrir henni og að fara í hana var út fyrir boxið fyrir okkur. En vá þvílík upplifun og minningar sem við eigum núna, algjörlega þess virði og ég myndi hiklaust fara aftur! Gyða á að baki sér stórkostlegar minningar af ferðalaginu til Afríku!Aðsend Ferðalög Suður-Afríka Íslendingar erlendis Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Hefur þú alltaf verið haldin ævintýraþrá? Fyrst og fremst hef ég alltaf verið alveg ofboðslega forvitin, og forvitnin hefur verið mikill drifkraftur í mínu lífi. Upphafið af ævintýraþránni var þegar ég uppgötvaði google maps þegar ég var unglingur. Ég eyddi þá ófáum klukkutímum í að skoða mismunandi staði á hnettinum í gegnum google maps, því ég var svo ótrúlega forvitin að vita hvernig umhverfið væri annars staðar á hnettinum. Ég man sérstaklega eftir því að hafa grandskoðað hverja einustu götu í Dubai og þykja það alveg ofboðslega framandi. Eftir því sem ég varð eldri og fór að ferðast hefur ævintýraþráin svo bara aukist og ég held að það sé ekkert land í heiminum sem ég væri ekki til í að heimsækja! Gyða hefur verið heilluð af ferðalögum frá unglingsaldri.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við ferðalög? Það er eiginlega að svala forvitninni og sjá hvernig lífi fólk lifir annars staðar í heiminum. Ég legg mig fram við að tala við innfædda á ferðalögum og reyna að skyggnast inn í þeirra líf. Það er margt sem maður getur lært af því að hlusta á sögur af lífi annars staðar á hnettinum og maður kemur alltaf heim reynslunni ríkari og með nýja sýn á hlutina sem mér finnst ómetanlegt. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Ert þú dugleg að ferðast um heiminn og hvert fórstu í ár? Já, ég og Heiðar unnusti minn erum dugleg að ferðast en seinustu ár höfum við farið í fjögurra til fimm vikna ferð á haustin og reynum að velja alltaf nýtt land eða lönd í hvert skipti. Mér finnst þetta ansi góð hefð og eitt er víst að það er nóg af löndum til að heimsækja og upplifa! Í ár fórum við í alveg stórkostlegt ferðalag um Afríku, þar sem við heimsóttum Suður-Afríku, Namibíu og Tansaníu. Þetta var í fyrsta skipti sem við ferðuðumst til þessarar heimsálfu en hún hefur heillað mig mjög lengi. Gyða er reynslunni ríkari eftir fjölmörg ferðalög og naut þess eindregið að heimsækja Suður-Afríku. Aðsend Varst þú búin að vera lengi að skipuleggja þetta? Já þessi ferð er búin að vera á óskalistanum í nokkur ár en upphaflega ætluðum við í hana í fyrra. Við hættum hins vegar við í fyrra þar sem ég hafði gefið mér of stuttan tíma í skipulagningu og komst um leið að því að maður þarf að gefa sér góðan tímaramma ef maður ætlar að skipuleggja sjálfur ferð til landa í Afríku. Svo í ár byrjaði ég snemma og lagði mikla vinnu í að skipuleggja okkar fullkomnu ferð, sem skilaði sér heldur betur! Gyða mælir með því að byrja snemma að skipuleggja ferðalög sem þessi og undirbúa sig vel.Aðsend Hvað stendur upp úr frá þessari ferð? Ó vá svo margt! Eitt af því sem stóð hvað mest upp úr var að fara í safarí en þetta var okkar fyrsta skipti og ég hefði ekki trúað því hvað það var mikil upplifun. Við fórum bæði í Suður-Afríku og Tansaníu og sáum fjöldann allan af villtum dýrum. Það er eitthvað svo ólýsanlegt að sjá öll þessi dýr í sínu náttúrulega umhverfi og horfast í augu við þau, heyra hljóðin og finna fyrir nærveru þeirra. Annað sem stendur upp úr var að upplifa ótrúlegt landslag eyðimerkurinnar í Namibíu, en við heimsóttum eyðimerkuröldurnar í Sossusvlei og uppþornuðu trén í Deadvlei. Tilfinningin að vera þar var eins og að vera stödd á annarri plánetu! Gyða segir Deadvlei hafa verið eins og önnur pláneta.Aðsend Var eitthvað sem kom óvænt upp í ferðinni ? Ekkert stórvægilegt! Við vorum reyndar rænd í Namibíu og flugvélin sem við áttum að fljúga með innanlands í Tansaníu bilaði á seinustu stundu þegar við vorum komin um borð. Það tókst á endanum að laga flugvélina og við komumst á leiðarenda en fundum aldrei þjófinn eða þýfið því miður. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Varstu einhvern tíma hrædd? Ég ætla ekkert að ljúga því að þegar maður horfist í augu við ljón eða hlébarða af stuttu færi, þá rennur manni alveg kalt vatn milli skinns og hörunds! En á sama tíma er þetta svo mögnuð upplifun, og maður er öruggur í safarí bílnum svo ég var ekki beint hrædd. Gyða tók stórkostlegar myndir á ferðalagi sínu og þar á meðal þessa þar sem hún var í stuttu færi við ljónin.Aðsend Það var líka áhugavert að gista í kúlutjaldi inni í Serengeti þjóðgarðinum og heyra í ljónum og fílum í fjarska fyrir utan. En aftur þá yfirgnæfði upplifunin hræðsluna og mér fannst svo ótrúlegt að fá að upplifa þetta að ég gleymdi eiginlega að vera hrædd! View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Hvað er þitt besta ferða ráð? Eitt af því sem ég geri gjarnan þegar ég bóka gististað er að leita bæði á bókunarsíðum og einnig beint hjá hótelinu sjálfu eftir besta verðinu. Ansi oft er hægt að fá betri díl þegar maður bókar beint hjá hótelinu eða betra herbergi á sama verði. Annað gott ráð er að pakka alltaf því sem þú þarft fyrir næstu tvo til þrjá daga í handfarangur sem getur sparað mikil vandræði ef að taskan skyldi týnast. Seinasta ráðið mitt er að leita sér að eins miklum upplýsingum og þú mögulega getur um áfangastaðinn fyrir ferðina. Hvernig er rafmagnið á áfangastað? Þarf ég vegabréfsáritun, einhver skjöl, bólusetningar? Gjaldmiðill, tungumál, hefðbundinn klæðnaður, siðir og venjur? Það hefur svo oft bjargað mér að vera búin að undirbúa mig og hafa hluti meðferðis sem maður þarf og getur stundum verið erfitt að nálgast á áfangastað. Gyða að taka myndir af ævintýrunum.Aðsend Hvað er mikilvægast að pakka og lumarðu á góðum pökkunar-ráðum fyrir löng ferðalög? Hleðslubanki hefur verið mjög ómissandi á mínum ferðalögum, en kannski vegna þess að ég tek myndir af öllu og batteríið á símanum klárast fljótt. Ég er alltaf með fullhlaðinn hleðslubanka á mér, því ef maður lendir í einhverju er líka nauðsynlegt að vera með hlaðinn síma og geta leitað sér upplýsinga. Mér finnst ómissandi þegar ég pakka að nota annaðhvort pökkunarkubba (e. packing cubes), eða þá netapoka eins og maður notar í þvottavél til að aðskilja hluti í ferðatöskunni. Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að pakka létt (því miður), svo það hjálpar ótrúlega að það sé eitthvað skipulag ofan í töskunni og maður er mun fljótari að finna það sem maður leitar að. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Hver er uppáhalds áfangastaðurinn sem þú hefur heimsótt hingað til? Ég get ómögulega valið einn, þar sem svo margir staðir standa upp úr af mismunandi ástæðum! Serengeti þjóðgarður í Tansaníu var einhver magnaðasta upplifun lífs míns og það er erfitt að toppa náttúrufegurðina og snorklið í Filippseyjum. Ég hef aldrei borðað jafn góðan mat og í Japan, þó að Taíland komist ansi nálægt, og menningin og orkan á Balí er töfrandi og eitthvað sem ég vildi að allir fengju að upplifa. View this post on Instagram A post shared by Gyða Dröfn (@gydadrofn) Annað sem þú vilt taka fram? Mig langar bara að hvetja þá sem eru áhugasamir og langar að ferðast á nýja staði til að láta verða af því! Það er oft svo margt sem maður getur látið stoppa sig, löng flug, öðruvísi umhverfi en maður er vanur, framandi menningarheimar, skipulagning og margt fleira. En oft snýst þetta um að bara láta vaða og reyna að finna lausn á því sem stoppar mann. Það eru til svo ótrúlega margar leiðir til að ferðast og Internetið er fullt af upplýsingum. Það gengur ekki alltaf allt upp en ég hef alltaf komið ríkari heim úr ferðalögum. Ekki peningalega séð auðvitað en með ómetanlega reynslu og fullan minningabanka. Eitt af því sem ég hef lært af reynslunni er að það sem fyrir fram manni finnst mest stressandi að gera endar eiginlega alltaf á því að verða bestu minningarnar. Gott dæmi úr þessari ferð er tjaldútilegan í Serengeti, við vorum mjög stressuð fyrir henni og að fara í hana var út fyrir boxið fyrir okkur. En vá þvílík upplifun og minningar sem við eigum núna, algjörlega þess virði og ég myndi hiklaust fara aftur! Gyða á að baki sér stórkostlegar minningar af ferðalaginu til Afríku!Aðsend
Ferðalög Suður-Afríka Íslendingar erlendis Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira