Alexandra afþakkar þriðja sætið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 17:52 Alexandra mun ekki þiggja þriðja sætið. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira