Þau skipa efstu sætin á listum Lýðræðisflokksins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 09:01 Arnar Þór Jónsson leiðir lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona hans og jógakennari skipar annað sætið. Vísir/Einar Lýðræðisflokkurinn hefur kynnt þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira