Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 11:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ítrekað þurft að svara fyrir fortíðarþrá sem margir samflokksmenn hennar virðast haldnir eftir tíma fasismans. Hún segist sjálf hafna alræðishyggju þótt hún vilji ekki lýsa sér sem „andfasista“. Vísir/EPA Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira